Ruslfiskur í skiptum fyrir þorsk,2017

Sjómenn sem hafa flust til Noregs og hafið útgerð þaðan tala allir um það hversu gott er að komast inn í kerfið þar .  ekki þarf að leggja milljónir til þess að kaupa nokkur kíló af kvóta eða leigja kvóta dýru verði,


Allskonar útfærslur eru til af lögum og reglum um fiskveiðistjórnun í Noregi,

og hérna er einn ansi skemmtilegur vinkill,

Það er nefnilega þannig að bátar sem hafa klárað þorskkvóta sinn enn vilja halda áfram að veiða þorsk 

stendur það nefnilega til boða án þess að eiga sjálfan þorskkvótann ,

og nei þarna er ekki verið að tala um að leigja hann,

heldur mega bátarnir koma með rusl fisk sem fer beint í bræðslu og fæst því 0kr fyrir hann.  enn fá í staðinn þorskkvóta,

helst er þarna um að ræða að Tindabykkja og blágómu svo dæmi séu tekinn,

Þetta þýðir að ef bátur kemur með 20 tonn af verðlausum ruslfiski þá má hann líka  koma með 20 tonn af þorski,

Einn línubátur sem mun verða síðan settur á listann línubátar á síðunni.  og verður það í hópi með Inger Viktoria og Valdimar H er nú þegar að gera þetta. og heitir hann Delfin F-202-BD

sem dæmi um nýjustu löndun bátsins,

alls með 45,5 tonn og af því þá var ruslfiskur 16,3 tonn.  í þessum túr þá var báturinn með um 18,4 tonn af þorski,

Þessi bátur Delfin er nokkuð gamall.  smíðaður árið 1980.


Delfin Mynd Magnar Lyngstad