Rússar með tæp 1700 tonn af grálúðu,2017
Alltaf gaman að kíkja til Noregs og sjá hverjir eru að landa þar afla,
Í trömsö hafa tveir Rússneskir togarar komið þar til löndunar með svo til fullfermi enn af einni fisktegund.
nefnilega
Grálúðu.
Nefndir skulu hérna verða tveir togarar sem komu til Noregs með ansi góðar landanir af grálúðu.
Fyrri togarinn heitir MARK LIUBOVSKII og er hann ansi sérstakur í útliti eins og sést á myndinni að neðan,
þessi togari er nokkuð gamall. smíðaður árið 1988 enn er gríðarlega stór. um 70 metra langur og 15 metrea breiður og mælist um 3000 tonn.
hann kom með ansi stóra löndun því alls var landað úr honum 1016 tonn af grálúðu sem öll var hausskorinn fyrir japansmarkað
Mynd Pascal
Seinni togarinn heitir Sevryba I og er smíðaður árið 1995. er um 57 metrar að lengd.
og var aflinn nokkuð góður eða 620,2 tonn og var grálúðan öll hausskorin fyrir japansmarkað.
Sevryba I mynd Hugo Löhre