Rússarnir að verða klárir. 10 ára saga, 2018
Í allan vetur þá hafa legið í Hafnarfjarðarhöfn tveir frystitogarar frá Rússlandi sem hafa stundað úthafskarfaveiðar um sumarið undanfarin ár.
Þeir hafa vanalega legið hlið við hlið, en núna eru þeir báðir komnir við bryggju og verið er að gera þá klára til veiða,
Þessir togarar eru,
Fremri togarinn heitir Ostankino og er smíðaður árið 1985 og er 62,25 metra langur og 13,8 metra breiður. mælist 1898 tonn.
Aftari togarinn heitir Ozherelye og er smíðaður árið 1984 og er jafn langur og jafn breiður og Ostankino. Mælist líka jafn stór.
AFlaftölur 2017
Það gekk ansi vel hjá þeim árið 2017. Ostankino landaði 2119 tonnum í 5 túrum og mest 620 tonn í einni löndun,
Ozherelye var með 1702 tonn í 3 túrum og mest 745 tonn í löndun.
Aflatölur 2016.
Ostankino landaði alls 2168 tonnum í 6 túrum og var gerður út alveg fram í október 2016.
Ozherelye landaði einungis tvisvar 1231 tonnum
Aflatölur 2015.
Ostankino var með 2359 tonn í 5 túrum og var gerður út fram til október 2015.
Ozherelye landaði þrisvar 1482 tonnum af úthafskarfa.
Það má geta þess að þessi skip eiga 10 ára sögu hérna á Íslandi því þessi tvö skip hafa landað afla hérna alveg síðan um sumarið 2008.
Myndir Gísli Reynisson