Rússinn í Hafnarfirði. kjarnorkusprengja og bíómynd!,2017


Þessi nokkuð svo myndarlegi togari kom til Hafnarfjarðar núna í gær.    Þessi togari sem er frá Rússlandi hefur komið nú ekki komið oft hérna til Íslands.  

síðan árið 2000 þá hefur togarinn einungis komið hingað til landsins í sex skipti, og kom hérna síðast árið 2014.
í öll skiptin þá hefur togarinn landað úthafskarfa og iðuelga verið með í kringum 500 tonn í skipinu,

Enn hver er þessi togari,

Jú hann heitir Novaya Zemlya og er smíðaður árið 2001 á Spáni og mælist 1546 tonn.  Togarinn er 70,5  metra langur og 11,5 metra breiður.

Hvaðan kemur nafnið
Nafnið á þessum togara kemur frá eyju  sem er staðsett norður frá Rússlandi og þessi eyja um 90 þúsund ferkílómetrar að stærð,  þrátt fyrir þessa stærð á eyjunni þá búa í henni ekki nema um 2400 manns.

Stærsta kjarnorkusprengjan!
Þessi eyja er að mestu með háum fjöllum og hæsti punkturinn á eyjunni um 1600 metra hár.  Rússneski herinn notaði þessa eyju mikið í prufu á kjarnorkusprengum og þar var t.d stærsta kjarnorkusprenjga sprengd, árið 1961 sem gekk undir nafninu Tsar Bomba.  hún var gríðarlega stór og sem dæmi þá innihéld þessi sprengja 57 tonn af TNT sprengiefni og þegar hún var sprengd þá náði skýið upp í 56 kílómetra hæð. og myndin sem er hérna að neðan er tekin úr 161 km fjarlægð.

Og það má bæta við að árið 2008 þá kom út í Rússlandi bíómynd sem heitir sama nafni og togarinn.  


Mynd Gísli Reynission




Mynd Af wikipedia




Mynd Gísli REynisson

En þessi togari er ekki sá eini sem heitir þessu nafni.
því allavega 2 skip í Rússlandi heita sama nafni.
þetta hérna að neðan sem er smíðað árið 1986 og er 115 metra langt og 5500 tonn

Mynd af shipspotting.com

og svo þessi stóri barkur að neðan.
sem er 180 metra langur og mælist tæp 24 þúsund tonn
smíðað árið 2009