Þrymur BA vertíð 1984.
Patreksfjörður er ansi merkilegur bær ef horft er á sögu útgerðar þaðan,
Patreksfjörður telst til Vestjarða og þar hefur í gegnum tíðina verið ein mesta línuútgerð á Íslandi og má horfa á það
mjög langt aftur í tímann,
Yfir vetrarvertíðarnar þá voru bátar frá Vestfjörðum svo til að öllu leyti á línuveiðum
en á Patreksfirði þá var fyrst farið að stunda netaveiðar á vertíð og samkvæmt mínum aflagögnum
þá var það báturinn Andri BA 100 sem að Jón MAgnússon var þá skipstjóri á og var það fyrir rúmum 60 árum síðan.
Mjög margir þekktir bátar hafa róið frá Patreksfirði, og sumir bátar réru alla sína ævi þar.
kanski einn sá þekktasti sem var þarna og einungis þarna var Þrymur BA.
Þrymur BA var smíðaður árið 1966 og átti sér aðeins sögu í 20 ár, því að báturinn var dæmdur ónýtur árið 1986,
Útgerð Þryms BA var nokkuð sérstök því hann stundaði línuveiðar svo til að langmestu leyti öll þessu 20 ár sem báturinn
var gerður út frá Patreksfirði, og fór hann t.d aldrei á síldveiðar.
Báturinn stundaði dagróðra, en undir það síðasta þá var báturinn farinn að róa með 90 til 110 bala í túr og stóðu þá
róðrarnir yfir í 2 daga, var það kallað að róa með tvöfaldan gang
Vertíðina 1984 var ansi góð fyrir Þrym BA. því báturinn landaði alls 752 tonnum í 80 róðrum .
í mars þá vertíð þá réri Þrymur BA með tvöfaldan gang og gekk ansi vel,
landaði báturinn þá 221 tonnum í aðeins 14 rórðum eða 15,8 tonn í róðri,
Hérna að neðan þá sést aflinn í hverjum róðri fyrir sig og eins og sést þá komst báturinn í 6 skipti yfir 20 tonn í löndun
og mest tæp 30 tonn.
9.4 |
6.7 |
5.3 |
7.1 |
6.7 |
14.9 |
21.1 |
18.1 |
23.6 |
21.4 |
7.5 |
25.7 |
29.1 |
21.7 |
Þrymur BA mynd Sævar Árnason