Rypefjord. 433 tonn á 8 dögum!..2017

Þá er nýjasti listinn fyrir norsku togaranna kominn á aflafrettir.


og mikil veiði í gangi þarna hjá frændum okkar Norðmönnum og núna er það ekki þorskur sem að togarnir eru að koma upp, heldur ýsa,

og Rypefjord heldur betur mokveiddi af ýsunni.

því að togarinn kom til Rypefjord  með  433,3 tonn eftir aðeins átta daga á veiðum.  það gerir um 54 tonn á dag.

Af þessum mokafla þá var ýsa um 380 tonn .

og það má geta þess að þessi löndun Rypefjord er önnur löndun togarans í mars.

því togarinn var fyrr búinn að landa 443 tonn 

og hefur því landað alls 876 tonnum í tveimur stuttum veiðiferðum og af þessum afla þá er ýsa 607 tonn.


Rypefjord.  Mynd ljósmyndari ókunnur