Sæbjúga í fyrsta skipti í kvóta "verri umgengi um afla"
Þá er nýtt fiskveiðiár komið í gang
fiskveiðiárið 2022-2023
nokkrar nýjar tegundir koma þar inn í kvóta og stærsta er að sæbjúgan er kominn í kvóta.
Veiðar á sæbjúgu hafa verið stundaðar hér við land síðan árið 2008, en það var báturinn Hannes Andrésson SH sem fyrstur hóf veiðarnar
og fékk þá báturinn alls 549 tonn af sæbjúgu árið 2008.
Sæbjúgan hefur alla tíð síðan verið utan kvóta, þangað til núna.
í rökum varðandi ákvörðun um að setja sæbjúgu í kvóta sem var ákveðið með lögum sem samþykkt voru á alþingi 15.júní.
þá er sagt að fyrir það fyrsta þá er kvótinn á sæbjúgu skipt niður eftir veiðisvæði, enda er hreyfanleiki sæbjúgna ekki mikill.
Í greinargerð segir meðal annars, " vegna endurskoðunar ráðgjafar hefur afli við sæbjúgnaveiðar degist mikið saman,
þetta er óheppilegt , leiðir til kapphlaups um veiðarnar, verri umgengi um afla og skaðar verðmætasköpun í vinnslu og markaðsstarfi,
léleg afkoma mun vera af veiðunum".
Mjög sérstakt orðalag í þessaru skýrslu að fullyrða um að um að verri umgengi sé um aflann og það séu ein af rökunum fyrir því að sæbjúga er sett í kvóta.
Síðan veiðar hófust á sæbjúgu árið 2008 þá voru þær svo til hálfgerð frumkvöðlastarfsemi, og sjómenn sem hafa stundað þessar veiðar hafa þróað og betrumbætt bæði veiðarfæri
og hvernig á meðhöndla sæbjúgun og hafa í dag ansi mikla þekkingu á því hvernig best sé að umgangast sæbjúgu.
að ganga vel frá aflanum og því er þetta mjög sérstakt að setja þessa línu inn " verri umgengi um afla" sem röksemdum við því að sæbjúga sé sett í kvóta.
Annars hefur verið úthlutað samtals um 2065 tonnum af sæbjúgu sem er skipt á vestursvæði, austursvæði og Faxaflóa.
og deilist þessi kvóti á alls 8 báta.
Hérna má sjá bátanna og kvótann
Bátur | Eigandi | Kvóti |
Friðrik Sigurðsson ÁR 17 | Hafnarnes Ver | 396.6 |
Klettur ÍS 808 | Aurora Seafood ehf | 372.4 |
Jóhanna ÁR 206 | Hafnarnes Ver | 305.7 |
Eyji NK 4 | Emel Ehf | 153.5 |
Sæfari ÁR 170 | Völ ehf | 368.5 |
Tindur ÍS 235 | Aurora Seafood ehf | 206.6 |
Bára SH 27 | Royal Iceland ehf | 142.2 |
Ebbi AK 37 | Ebbi-útgerð ehf | 100.2 |
Eins og sést þá er Hafnarnes Ver ehf með 702 tonna kvóta og Aurora Seafood með 579 tonna kvóta, auk þessa báta
þá á Hafnarnes ver EHf bátinn Þristur ÍS sem líka hefur stundað sæbjúguveiðar með góðum árangri undanfarin ár.
Friðrik Sigurðsson ÁR mynd Jón Ölver MAgnússon