Sæbjúgumok hjá Eyja NK,,2017
Sæbjúgu veiðin núna í nóvember var nokkuð góð svona heilt yfir. mestur fjöldi bátanna var við veiðar við austurlandið
og þar var einn minnisti sægjúbubáturinn Eyji NK sem er gerður út frá Neskaupstað.
núna það sem af er þessum desember þá hefur Einar Hálfdánarson skipstjóri á Eyja NK heldur betur betur mokveitt
í þremur róðrum þá er aflinn orðin 29 tonn í aðeins þremur róðrum,
Báturinn er búinn að vera á veiðum utan við Stöðvarfjörð og hefur síðan silgt þaðan til Neskaupstaðar. Allur aflinn af Eyja NK fer suður til vinnslu og áætlað aflaverðmæti nújna í byrjun er um 2,3 milljónir króna .
Fyrstu tveir róðrarnir hjá Eyja NK núna í desember voru báðir yfir 9 tonnin og núna í nótt þá kom Einar með bátinn sinn fullan eða 10,5 tonn í 15 togum.
Einar smellti mynd af bátnum með fullfermi , einar sagði í Samtali við Aflafrettir að hann verður nokkuð afturþungur með afla enn olíutankar í bátnum eru þarna aftast og var orðið lítið í þeim og því var auka flot þarna aftast.
Eyji NK með 10,5 tonn mynd Einar Hálfdánarson