Sæbliki SH kominn aftur á línuveiðar,,2017
Fyrir nokkrum árum síðan þá var oft ansi mikið fjör og smá slagur á Rifi þegar að tveir svo til Samskonar bátar Tryggvi Eðvarðs SH og Særif SH réru hver í kapp við annan. Síðan hætti það þegar að nýtt og stærra Særif SH kom þegar að Hálfdán Einarsson ÍS var keyptur frá Bolungarvík. Fór þá áhöfnin á Særifi SH yfir á nýja bátinn. Nýja Særif SH er um 30 tonna bátur á meðan að gamli báturinn er 15 tonna bátur.
Gamla Særif SH heitir í dag Sæbliki SH og hefur verið að dunda sér á grásleppu og makríl.
núna í nóvember þá bar nú reydnar svo til að Sæbliki SH er kominn aftur á línuveiðar. Og kanski ekki beint útaf góðri ástæðu, því að aðalvélin í Særifi SH hrundi og varð ónýt,
Að sögn Arnars Laxdal skipstjóra á Særifi SH þá fór vélin að blása niður með stimplum og brunagat á stimplum og talið var of dýrt að gera við vélina þannig að það verður skipt um vél,
í Særifi SH var 16 lítra Isuzu vél enn það verður sett í hann V8 Scanía vél 800 hestafla 16 lítra.
Áætlaði Arnar að það myndi taka um 2 vikur að skipta um vélina enn það verður gert á Rifi af vélsmiðjunni Fönix.
Arnar þekkir vel til Sæblika SH enn þessi bátur er Cleopatra 38 og sagði hann að munurinn á honum og stóra bátnum væri gífurlegur og eins og hann sagði sjálfur þá skildi hann ekki hvernig hægt var að djöflast á 38 bátnum eins og gert var.
núna hefur Sæbliki SH landað 15 tonnum í 3 rórðum enn miklar brælur hafa verið og hafa báturinn lítið getað róið.
Sæbliki SH mynd Grétar Þór
Særif SH mynd Alfons Finnson