Sæfari SU 571, ,1970
Hef alltaf gaman að fara með ykkur aftur í tímann og skoða aflatölur,
núna fer ég með ykkur til ársins 1970 og förum til Eskifjarðar.
þar var bátur sem hét Sæfari SU 571, þessi bátur var ekki nema 8 brl að stærð og var smíðaður á Akureyri árið 1954
Hét fyrst Ver NK 19, enn fékk nafnið Sæfari SU 571 árið 1961 og var því nafni fram til ársins 1971.
það var upprunlega ekki nema 33 hestafla vél í bátnum, enn 1967 var sett í bátinn 125 hestafla vél.
Þessi bátur árið 1970 stundaði nokkuð fjölbreyttar veiðar en það sem vekur kanski mesta athygli var að bátuirnn var á rækjuveiðum,
Lagði upp hjá fyrirtæki sem hét Rækjuvinnslan á Eskifirði, var alls með 15,5 tonn af rækju árið 1970 í 66 róðrum eða 235 kíló í róðri.
í júní og júlí þá var báturinn á handfæraveiðum og má segja að báturinn hafi mokveitt þótt ekki væri hann stærri en 8 tonn,
t.d í júní þá landaði báturinn 52 tonnum í 13 róðrum eða um 4 tonn í róðri. og sést hérna að neðan tafla með aflanum
mest 5,7 tonn í einni löndun sem má segja að sé fullfermi hjá þessum litla báti
dagur | afli |
12 | 3.6 |
14 | 4.3 |
15 | 4.4 |
16 | 2.7 |
18 | 3.3 |
19 | 2.8 |
20 | 5.5 |
21 | 4.7 |
22 | 4.0 |
24 | 3.0 |
28 | 3.9 |
29 | 5.7 |
30 | 4.1 |
Júlí var líka góður enn þá landaði báturinn 46 tonnum í 17 róðrum og mest 5,2 tonn.
Heilt yfir þá var árið 1970 nokkuð gott hjá þessum litla 8 tonna báti, því heildaraflinn hjá Sæfara SU 571 var
152 tonní 75 róðrum eða 2,1 tonn í róðri auk 15,5 tonn af rækju,
Enginn mynd fannst af Sæfara SU enn mynd fanst af bátnum þegar hann hét Ver NK. ekki vitað hver er ljósmyndarinn
Ver NK seinna Sæfari SU