Sænes SU aftur í útgerð .

Það er ekki mikið um það núna árið 2020 að gamlir svo kallaðir vertíðarbátar eins og þeir voru oft kallaðir


stálbátar sem eru þetta 50 til 100 tonn að stærð fari aftur í útgerð núna eftir langa bryggjulegu.

frekar að þeir séu seldir í brotajárn,

en nú er nokkuð merkilegt að gerast á Austfjörðum.  Á Djúpavogi hefur í all mörg ár verið bátur sem heitir Sænes SU 44

þessi bátur hefur að mestu verið  notaður í tengslum við fiskeldið í Berufirði og hefur því báturinn lítið verið  notaður til fiskveiða,

Núna hefur báturinn verið seldur til Breiðdalsvíkur til Gullrúnar ehf.  Gullrún ehf gerir út nokkra báta og hefur fyrirtæki verið að vaxa og stækka undnafarin ár.

þeir gera út Áka í Brekku SU sem var fyrst Happasæll KE og seinna Arnar HU

Ella p SU

og Beljanda SU sem er  nýjasti báturinn þeirra en hann er á handfærum,

Sænesi SU verður fyrsti báturinn sem fyritækir á sem er aflamarksbátur og verður því stærsti báturinn í þeirra eigu.

Báturinn mun fara í slipp til Seyðisfjarðar og útbúinn þar til Dragnótaveiða.Saga bátsins.

 Sænes SU var smíðað á Seyðisfirði árið 1968 og hét fyrst Valur NK 108

1974 var báturinn seldur til Árskógsstrandar og fékk nafnið Arnþór EA 16.

og fékk báturinn stærri vél 1978 290 hestafla vél.  var lengdur 1980 

Seldur 1985 til Eyrarbakka og fékk nafnið Fossborg ÁR 31, en báturinn var stutt með því nafni

var með í smá tíma nafnið Helguvík ÁR 213

aðeins í 2 ár , var seldur 1987 og hét Sæmundur ÁR 313

Var síðan seldur til Hafnarfjarðar og fékk nafnið Sæmundur HF 85 árið 1988 og var með  því nafni alveg fram til ársins 2002

Kvótinn
en þá var báturinn seldur til SKinney Þinganes á Hornafirði og þeir tóku kvótann af bátnum enn gerðu bátinn lítið út,

Fær nafnið Sæmundur GK 185 2004 var reyndar á Hornafirði Sæmundur SF 85.  

2005 fær báturinn  nafnið Sæljós GK 185 og er með því nafni þangað til hann er seldur 2010 til Djúpavogs.

þess má geta að báturinn hefur aldrei verið á dragnót á þessasri öld, helst var báturinn á netum


Ansi merkilegt og gaman að sjá að þessi bátur er að fara aftur í útgerð.


Sæljós GK á leið til Sandgerðis.  Mynd Grétar Þór


Sænes SU á Djúpavogi.  mynd Þór Jónsson