Sæunn Sæmundsdóttir ÁR seld ásamt öllum kvóta,2017
á sínum tíma þá var mikil útgerð og fiskvinnsla í Þorlákshöfn. yfir vertíðina þá voru landanir í Þorlákshöfn oft vel yfir 100 á dag og höfnin yfirfull af bátum.
síðstu árin þá hefur sífellt minnkað kvótastaðan báta frá Þorlákshöfn og nýverið var einn eitt skarð höggvið í kvótastöðu Þorlákshafnar.
síðustu tæplega 40 ár þá hafa verið gerðir út nokkrir bátar í Þorlákshöfn sem hafa heitið nafninu Sæunn Sæmundsdóttir ÁR. stærsti báturinn undir því nafni var 200 tonna stálbátur sem var gerður út í Þorlákshöfn frá 1978 til 1986.
Núverandi Sæunn Sæmundsdóttir ÁR er samskonar bátur og Óli Gísla GK og Bíldsey SH enn búið er að lengja Bíldsey SH í 30 tonna bát
undanfarin ár þá hefur Sæunn Sæmundsdóttir ÁR undir stjórn Þorvaldar Garðarsonar verið gerður út frá Þorlákshöfn enn núna er útgerð þess báts lokið því að búið er að selja bátinn og allan kvótan af bátnum,
Hrímgrund ehf sem átti bátinn ætlar sér að einbeita sér í staðinn af uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í Þorlákshöfn.
Báturinn sjálfur var seldur til Árskógssands og heitir þar í dag Tumi EA 84. Kemur sá bátur í stað minni báts sem heitir sama nafni Tumi EA.
Kvótinn af bátnum rúmlega 200 tonn miðað við þorskígildi fór ekki langt í sölu því hann var allur settur á Daðey GK.
Nánar um Daðey GK seinna
Miðað við verð á kvóta samkvæmt Aflmark, þá má reikna með að kvótinn hafi farið á um tæpar 500 milljónir króna og báturinn á sirka 20 til 30 milljónir króna
Sæunn Sæmundsdóttir ÁR mynd Sigmar Þór Sveinbjörnsson