Sævar VE 19 litli trollbáturinn frá Vestmannaeyjum,1970

Vestmannaeyjar.   á sínum tíma þá var gríðarlega mikil útgerð frá Vestmanneyjum og mjög  margir bátar 


sem réru og voru ansi margir bátanna þaðan sem voru að róa á trolli,

Einn af þeim var kanski minnsti trollbáturinn þaðan sem gerði út allt árið.  

þessi bátur hét Sævar VE 19 og var ekki nema um 20 tonn af stærð.  

Sævar VE átti sér ansi langa sögu í Vestmannaeyjum því hann var gerður út í um 24 ár eða frá árinu 1956 til ársins 1980.

árið 1970 þá stundaði Sævar VE 19 trollveiðar allt árið og í júní og júlí humarveiðar.

þær gengu nokkuð vel hjá þessum litla trollbáti og skal aðeins litið á þessa tvo mánuði,

Hérna að neðan sést júní mánuður og stóri róðurinn 14,3 tonn, enn af því þá var langa um 10,9 tonn.  

Heildaraflinn 50,3 tonn og því var humarinn 5,7 tonn miðað við heilan humar

dagur afli humar
1 2.99 0.72
3 1.80 0.21
13 5.17 0.56
15 1.35 0,43
18 7.06 0.44
22 14.23 0.86
24 4.13 0.69
27 6.25 0.96
30 7.32 0.83
Hérna að  neðan má sjá júlí en  þar var humaraflinn nokkru meiri enn í júní því 

Sævar VE landaði 6,8 tonnum af humri og í heildina 34 tonnum


dagur *Afli humar
3.7 6.83 0.99
8.7 6.08 0.95
11.7 2.05 0.41
13.7 4.10 1.03
16.7 3.13 1.08
22.7 3.12 0.56
24.7 3.45 0.61
27.7 5.58 1.22

ÞEss má geta að Sævar VE fór í alls 119 sjóferðir árið 1970 og landaði alls 280 tonnum árið 1970.

Sævar VE mynd Árni Áskelsson

ef lesendur vilja styðja við bakið á mér útaf þessu aflagrúski þá er þetta.  kt 200875-3709  bok 0142-05-1072