Saga K með fullfermi í Noregi,2015
Núna er listi yfir norska " smábáta " kominn af stað hérna á Aflafrettir.is.
Núna á toppnum er bátur sem við hérna heima könnumst ansi vel við og heitir sá bátur Saga K.
Sævar Þór Ásgeirsson sem er skipstjóri á Sögu K gerði ansi góðan túr núna um miðjan desember þegar hann fór norður á Nordkap banka sem er í um 50 sjómílna fjarlægð frá Honningsvàg þar sem að báturinn landar. Þaðan fer svo fiskurinn í bílum til Hantsholm í Danmörku og Grimsby í Bretlandi og tekur það 4 til 5 daga að keyra til Grimsby með aflann. Hærra verð fæst fyrir aflann svona enn að landa honum í vinnslu í Noregi.
Saka K er með 30 þúsund króka um borð og lögðu þeir þrisvar samtals 90 þúsund króka lögðu þeir eina lögn i porsangerfirði og 2 lagnir a nordkappbanka
Aflinn í þessum túr var óslægt 29,4 tonn og er þetta með stærri róðrum bátsins
af þessum afla þá voru 15,4 tonn af ýsu og um 10,4 tonn af þorski
Að sögn sævars þá tekur báturinn 20 tonn í kör í lestina, restin af aflanum er svo sett ofan á og eitthvað fer í línuna á millidekkinu.
Um borð í Sögu K er 5 manna áhöfn allt íslendingar.
ef við reiknum þennan afla uppí kíló á bala eins og algengt er að gera þá eru þetta 200 balar miðað við 450 króka á bala. það gerir því um 147 kíló á bala.
Að sögn Sævars í samtali við Aflafrettir þá er búið að vera vitlaus veður mestan part af desember og hefur það gert það að verkum að þeir hafa ekki getað sótt út á Nordkapbanka og hafa því verið að veiðum inná fjörðunum þar sem að aflinn er mun minni.
Eins og sést á myndinni að neðan þá ber báturinn þennan afla ansi vel.
Saga K með fullfermi mynd Sævar Þór Ásgeirsson
Mynd af bátnum tómum til samanburðar. Sést vel munurinn á bátnum með fullfermi Mynd Jostein Pedersen