Saga K seldur,2019
Núna árið 2019 þá er mikið um að íslenskir útgerðarmenn eigi báta og geri út frá Noregi með góðum árangri,
en einhver ruddi brautina og í þessu tilfelli þá má segja að þeir bræður Helgi og Hrafn Sigvaldasyndir ásamt Birni Sigurðssyni hafi árið 2012 rudd brautina,
Hrafn, Helgi og Björn áttu saman fyrirtækið Esköy og byrjuðu um árið 2008 að gera út báta og þar á meðal einn minni bát sem hét Saga K. sá bátur skemmdist
þegar hann fékk á sig brotsjó með þeim afleiðingum að það slökknaði á vélinni og öllum neyðarsendum um borð.
báturinn sökk ekki enn hann skemmdist mjög mikið og var að lokum dæmdur ónýtur,
þetta gerðist í desember árið 2010.
Fyrir áttu þá Esköy bátinn Ástu B sem var um 50 tonna plastbátur smíðaður í Trefjum í Hafnarfirði.
í Kjölfarið að Saga K skemmdist og var ónýtur þá var leit hafin að öðrum báti og eftir smá umleitan þá var samið við Seiglu á Akureyri um að smíða nýjan 14,9 metra bát
og fékk sá bátur nafnið Saga K.
óhætt er að segja að árangur og afli Sögu K hafi verið mikla athygli í Noregi ,
því þessi bátur sem og útgerðarform íslensku félaganna í Esköy var eitthvað sem Norðmenn þekktu ekki til.
í þau ár sem að Saga K var gerður út frá Noregi þá var aflinn hjá bátnum iðulega vel yfir eitt þúsund tonn á hverju ári nema núna í ár 2019,
útgerð bátsins núna í árið 2019 var heldur minni , því að Esköy var þá kominn með Valdimar H í fullan rekstur en Valdimar H er gamli Kópur GK frá Grindavík.
þessi aflabátur Saga K var síðan seldur í október 2019 til annarar útgerðar sem á sér nokkra sögu í Noregi,
enn það er Gamvik kystfiske sem að Haraldur Árni Haraldsson á og rekur,
hann byrjaði þegar hann keypti Vilborgu GK frá Sandgerði og fór með hann til Noregs og þar fékk Vilborg GK nafnið Austhavet,
Haraldur keypti Sögu K og í dag þá heitir báturinn Austhavet.
Austhvaet áður Saga K mynd Geir Vinnes