Sagan endalausa um 1400 tonna kvóta,,2018

Nýjsti og einn tæknilegasti línubátur landsins liggur við höfn í Reykjavík, Stormur HF.  kom eftir miklar endurbætur eða nýsmíði í Póllandi snemma á þessu ári,


Báturinn er kvótalaus enn kvótinn sem átti að fara á bátinn alls um 1400 tonn í þorskígildum hefur undanfarið verið vistaður á Birtu KE, og Seinna Bryndísi GK sem er í raun sami báturinn .  

nú hefur báturinn verið seldur og samkvæmt Emil Pál þá heitir báturinn núna Særós GK og er í eigu Vogasjóferða og verður breytt í ferðabát,

Það þýðir að enn og aftur þá er þessi stóri kvóti kominn á flakk

og hvar er hann núna,

jú hann var fluttur yfir á Fálka BA sem er í eigu Björg Seafood.   

Fálki BA hét áður Askur SH og þar á undan Askur GK og var gerður út frá Grindavík í mörg ár.  

Þessi bátur er kanski þekktastur fyrir að hafa sokkið í Dýrafirði þegar hann hét Mýrarfell ÍS,  bátnum var bjargað upp og hann endurbyggður 

ekki einn , ekki tveir, heldur 3
Kvótinn þessi 1400 tonn er ekki í fyrsta skipti að fara á bát í eigu Björg Seafood því að áður þá hafði þessi kvóti verið hýstur á báti sem hét Haukur HF sem er gamla Aðalbjörg II RE.  kvótinn fór þaðan yfir á Birtu KE og núna semsé kominn aftur á Bát í eigu Björg Seafood.

En það er ekki nóg, því þessi kvóti var líka fyrst hýstur á Magnúsi HF sem var gamli Oddgeir ÞH og hefur því þessi kvóti þrisvar verið hýstur á bát  sem er í eigu Björg SEafood

Björg Seafood var stofnað árið 2013 og samkvæmt fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra þá er fyrirtækið flokkað sem útgerð fiskiskipa.  

Fyrirtækið keypti togbátinn Oddgeir ÞH árið 2013 og var stofnað í kringum þann bát.  hét þá báturinn Magnús Ágústsson ÞH og var hugmyndin að sjóða rækju um borð.  báturinn var gerður út til ársloka 2014.  

Semsé sagan um þessa 1400 tonna kvóta er alls ekki lokið. 


Askur GK núna Fálki BA mynd Arnfinnur Antonsson