Samanburður á Íslandi og Noregi
Núna liggja fyrir aflaverðmætis tölur fyrir Norsku bátanna og togaranna.
Það er ansi áhugavert að bera þær saman við íslensku skipin.
Ef fyrst eru skoðaðir t.d Frystitogararnir þá er iðulega Íslensku skipin með meira aflaverðmæti
og skýrist það af því að allir íslensku frystitogarnir eru að flakafrysta aflann á meðan að langflestir Norsku frystitogaranna
eru að heilfrysta aflann. það eru ekki nema um 3 flakafrystitogarar í Noregi.
Ef uppsjávarskipin eru skoðuð þá snýst dæmið við.
því þá eru Norsku skipin með mun hærra meðalverð enn þau íslensku.
Það uppsjávarskip á ÍSlandi sem var með mesta aflaverðmætið árið 2020 var Margrét EA sem var með rúmlega 2 milljarða króna
en nokkur hluti af þeim afla sem skipið veiddi var landað í Noregi og fékkst þannig mun hærra verð fyrir aflann, sem var síld
en að landa á Íslandi, Meðalverð hjá Margréti EA var líka hæst eða 56,6 krónur af þeim sem eru skoðaðir hérna
Eins og sést að neðan þá var Ligrunn með mest aflaverðmætið árið 2020 í Noregi ekki bara af uppsjávarskipunum heldur af öllum Norskum
skipum. þrjú uppsjávarskip í Noregi voru með meira enn 2 milljarða í aflaverðmætið enn aðeins einn á íslandi.
Selvag SEnior var með 98,9 krónur í meðalverð.
Hvað veldur þessu mun?
jú í Noregi þá eru langflest uppsjávarskipin í eigu einstaklinga, fjölskyldu eða fyrirtækja. og svokallað uppboðskerfi er í Noregi
og er því boðið í aflann af stöðvunum sem taka á móti aflanum.
Á Íslandi þá eru skipin í eigu verksmiðjanna nema Hákon EA og MArgrét EA. Gjögur á Hákon EA og Samherji á Margréti EA
Reyndar hefur Margrét EA landað bræðslufiski sínum á Neskaupstað t.d kolmuna.
Núna er reyndar búið að selja Margréti EA en nýr Vilhelm Þorsteinsson EA mun koma í staðinn fyrir Margréti EA
ekki er uppboðskerfi á ÍSlandi á aflanum frá skipunum og landa því skipin hjá sinni vinnslustöð.
Margrét EA mynd Regin Torkilsson
Ligrunn Mynd Magnar Lyngstad
Nafn | Verðmæti | Afli | Meðalverð |
Margrét EA | 2.062 | 36380 | 56.6 |
Börkur NK | 1.982 | 46918 | 42.2 |
Beitir NK | 1.929 | 44894 | 42.9 |
Venus NS | 1.669 | 42001 | 39.7 |
Víkingur AK | 1.616 | 39581 | 40.8 |
Bjarni Ólafsson AK | 1.379 | 32034 | 43.1 |
Nafn | Verðmæti | Afli | Meðalverð |
Ligrunn H-2-F | 3.642 | 43235 | 84.2 |
Gerda Marie H-365-AV | 2.881 | 34993 | 82.3 |
Harvest H-1-AV | 2.127 | 26957 | 78.9 |
Österbris H-99-AV | 1.861 | 21231 | 87.6 |
Senior N-200-B | 1.801 | 20303 | 88.7 |
Cetus R-1-K | 1.773 | 29844 | 59.4 |
Havstál M-300-A | 1.761 | 18297 | 96.2 |
Selvag Senior N-24-ME | 1.711 | 17288 | 98.9 |
Bommelfjord H-388-B | 1.641 | 25484 | 64.3 |
Heröyfjord M-21-HÖ | 1.615 | 26297 | 61.4 |