Samanburður á Íslandi og Noregi


Núna liggja fyrir aflaverðmætis tölur fyrir Norsku bátanna og togaranna.

Það er ansi áhugavert að bera þær saman við íslensku skipin.

Ef fyrst eru skoðaðir t.d Frystitogararnir þá er iðulega Íslensku skipin með meira aflaverðmæti 

og skýrist það af því að allir íslensku frystitogarnir eru að flakafrysta aflann á meðan að langflestir  Norsku frystitogaranna

eru að heilfrysta aflann.  það eru ekki nema um 3 flakafrystitogarar í Noregi.

Ef uppsjávarskipin eru skoðuð þá snýst dæmið við.

því þá eru Norsku skipin  með mun hærra meðalverð enn þau íslensku.

Það uppsjávarskip á ÍSlandi sem var með mesta aflaverðmætið árið 2020 var Margrét EA sem var með rúmlega 2 milljarða króna

en nokkur hluti af þeim afla sem skipið veiddi var landað í Noregi og fékkst þannig mun hærra verð fyrir aflann, sem var síld

en að landa á Íslandi,  Meðalverð hjá Margréti EA var líka hæst eða 56,6 krónur af þeim sem eru skoðaðir hérna

Eins og sést að neðan þá var Ligrunn með mest aflaverðmætið árið 2020 í Noregi ekki bara af uppsjávarskipunum heldur af öllum Norskum

skipum.  þrjú uppsjávarskip í Noregi voru með  meira enn 2 milljarða í aflaverðmætið enn aðeins einn á íslandi.

Selvag SEnior var með 98,9 krónur í meðalverð.

Hvað veldur þessu mun?

jú í Noregi þá eru langflest uppsjávarskipin í eigu einstaklinga, fjölskyldu eða fyrirtækja.  og svokallað uppboðskerfi er í Noregi

og er því boðið í aflann af stöðvunum sem taka á móti aflanum.  

Á Íslandi þá eru skipin í eigu verksmiðjanna nema Hákon EA og MArgrét EA.  Gjögur á Hákon EA og Samherji á Margréti EA

Reyndar hefur Margrét EA landað bræðslufiski sínum á Neskaupstað t.d kolmuna.

Núna er reyndar búið að selja Margréti EA en nýr Vilhelm Þorsteinsson EA mun koma í staðinn fyrir Margréti EA

ekki er uppboðskerfi á ÍSlandi á aflanum frá skipunum og landa því skipin hjá sinni vinnslustöð.



Margrét EA mynd Regin Torkilsson


Ligrunn Mynd Magnar Lyngstad




Nafn Verðmæti Afli Meðalverð
Margrét EA 2.062 36380 56.6
Börkur NK 1.982 46918 42.2
Beitir NK 1.929 44894 42.9
Venus NS 1.669 42001 39.7
Víkingur AK 1.616 39581 40.8
Bjarni Ólafsson AK 1.379 32034 43.1








Nafn Verðmæti Afli Meðalverð
Ligrunn H-2-F 3.642 43235 84.2
Gerda Marie H-365-AV 2.881 34993 82.3
Harvest H-1-AV 2.127 26957 78.9
Österbris H-99-AV 1.861 21231 87.6
Senior N-200-B 1.801 20303 88.7
Cetus R-1-K 1.773 29844 59.4
Havstál M-300-A 1.761 18297 96.2
Selvag Senior N-24-ME 1.711 17288 98.9
Bommelfjord H-388-B 1.641 25484 64.3
Heröyfjord M-21-HÖ 1.615 26297 61.4