Sandgerði 1.hluti frá kl 12:30 til kl 16:59, 2018
Eins og ég hef sagt. ég er Sandgerðingur og er stoltur af því. Sandgerði hefur mátt þola ansi miklar hrakfarir í útgerðarsögu sinni. Rafn hf fór í gjaldþrot og áttu þeir meðal annars Mumma GK, Víðir II GK og fleiri báta. Loðnubræðslan var tekin yfir að Síldarvinnslunni í Neskaupstað. og Miðnes HF var tekið yfir af Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og við vitum öll hvað er að gerast uppá Akranesi núna.
Sandgerðingar gefast ekki upp þótt á móti blási og í dag þá er mjög blómleg atvinna þar í bænum. margar öflugar fiskvinnslur og höfnin sjálf, lífæð bæjarsins heldur enn gildi sínu sem ein að stærri höfnum landsins og þá með tilliti til þess hversu margar landanir eru þar í bænum,
og Föstudaginn 5.janúar 2018 þá var ég mættur á bryggjuna í Sandgerði um kl 12:30 og hékk þar með smá matarpásu til klukkan 20:30.
vegna þess hversu margar myndir þetta eru þá skipti ég þessu upp í tvo hluta
Enn byrjum á þessum.
Erling KE kom ekki fyrstur enn hann var stærsti báturinn sem kom í land í Sandgerði , var hann með rúm 11 tonn
Sunna Líf KE og Halldór Afi GK voru fyrstir til að koma í land. báðir á netum,
Valur skipstjóri á Sunnu Líf KE tók öll netin sín um borð enda fer allur fiskurinn til vinnslu sem að Einar Magnússon, eða Einar á Óskinni á. var hann með um 2 tonn í 4 trossur. allur fiskurinn fer beint í flug til Bandaríkjanna og var ekkert flogið með fisk til Bandaríkjanna vegna veðurs
Löndun búin á Sunnu Líf KE og helgarfrí framundan
Halldór AFi GK plastbátur sem að Hólmgrímur Sigvaldason gerir út. og þar um borð er Hafþór skipstjóri. Hafþór var áður með Von GK, og sagði hann að hann fékk nóg af línunni, enda var hann netakall. nefndi hann t.d að þessi túr höfn í höfn tók ekki nema 4,5 klukkutíma. og aflinn 9 kör. mikil og stór lest er í bátnum og sagði ég við Hafþór að EF hann næði að fylla lestina með 10 tonnum eins og hún tekur þá myndi ég reyna að koma og mynda bátin. Horfði þá Hafþór á mig og sagði " Gísli það er ekkert EF. það er bara hvenær ég kem með 10 tonnin".
Já þá höfum við það.
Hafþór að borga sig yfir körunum .
Gamall bátur sem búið er að breyta mikið. enn Hafþór var ánægður með bátinn. ÞÞað má geta þess að Halldór Afi GK og Sunna Líf KE voru báðir á veiðum undir Stafnesi og þar var líka Maron GK á veiðum. enn hann silglir alla leið frá Njarðvík til þess að veiða við STafnes.
Erling KE kom á eftir Sunnu Líf KE og Halldór Afa GK. voru þeir norður af Sandgerði á veiðum.
Margrét SU fór út, enn báturinn er ekki á veiðum,
Máni II ÁR var fyrsti línubáturinn til að koma í land
Rétt á eftir Mána II ÁR kom Bjössi á Andey GK. var hann með um 5 tonn á 28 bala. eða 180 kíló á bala.
Eftir að Andey GK kom þá skrapp ég í smá kaffi til Gaua Óla sem á og gerir út Óla Gísla GK. þegar ég kom til baka þá var komið myrkur. fyrstur til að sjá var Bergur Vigfús GK og voru þeir með um 6,5 tonn á 11 þúsund króka eða 24 bala. það gerir um 271 kíló á bala. ansi gott
Framan við Berg Vigfús GK var Dóri á Guðrúnu Petrínu GK, og sagði Dóri af aflinn var tregur hjá honum. um 3,5 tonn á 28 bala. eða 125 kílói á bala.
Guðrún Petrína GK, Bergur Vigfús GK og neðst í hornuinu hægra meginn sést glitta í Adda Afa GK
Addi Afi GK var í hörku slag um toppinn í desember. var þar í kappi við Herju ST frá Hólmavík og Magnús HU sem Árni Einarsson skipstjóri er með.
Óskar lét vel af aflabrögðum. var með um 4,5 tonn á 24 bala, eða 188 kíló á bala. túrinn þar á undan var 6,9 tonn á 30 bala. eða 230 kíló á bala. Það má geta þess að Addi Afi GK er kvótalaus, enn ÓSkar seldi allan kvóta af bátnum og keypti hlut í þyrlufyrirtæki sem er að fljúga með ríka ferðamenn. Sagði Óskar að hann hafi verið að spá í að hætta með bátinn, enn " þetta er svo helvíti gaman" eins og hann sagði sjálfur. svo hann ætlar bara að halda áfram með bátinn og gera það hann gerir best.
fiska vel.
Bjössi á Andey GK að færa bátinn sinn eftir löndun.
hérna lýkur fyrsta hlutannum. Myndir Gísli Reynisson
Munið svo að styðja við bakið á aflafrettir. þið getið gert það með þvi að fara inná www.aflafrettir.com. klikka þar á TRAWLERS og þar ættu að sjást 2 auglýsingar. ef þið klikkið þá þær þá styðjið við bakið á síðunni