Sandgerði 2.hluti frá klukkan 17:00 til kl 20:30, 2018
Hérna kemur seinni hlutinn.
komið var myrkur þegar þessi hluti kemur enn áfram héldu bátarnir að koma í land. og það var ansi gaman að hitta strákanna. menn ánægðir með góða veiði og ekki síður að vera að landa í Sandgerði.
Siggi Bjarna GK kom í land enn veiðin var treg hjá þeim, rétt um 2,5 tonn. í baksýn má sjá Njál RE. Nánar um hann síðar Siggi Bjarna GK er á dragnót
Rétt á undan Sigga Bjarna GK kom dragnótabáturinn Sigurfari GK í land og var veiðin hjá honum treg eins og hjá Sigga Bjarna GK. tæp 3 tonn.
Hulda HF var með fínt eða um 7 tonn og í baksýn vinstra meginn þá má sjá fiskverkunarhúsið sem útgerðin á. báturinn og vinnslan er í eigu Sigurðar faðirs Gylfa Sigurðssonar fótboltamanns.
Þar sem að Hulda HF og allir hinir bátarnir landa við Norðurgarðinn í Sandgerði þá þurfti ég að skjótast yfir á Suðurgarðinn til þess að ná t.d Sigga Bjarna GK og Guðbjörgu GK. Guðbjörg GK var búinn að vera nokkuð djúpt úti norður af SAndgerði og var veiðin fín hjá þeim um 12 tonn á 21000 króka. það gerir um 46 bala. og er því um 260 kíló á bala.
Guðbjörg GK er kínabátur eins og Siggi Bjarna GK og hét áður Sólborg RE . lengdur og yfirbyggður eins og Faxaborg SH
Búið að festa og þá er bara að byrja að hífa í land.
Á meðan ég var að sinna Guðbjörgu GK þá silgdi Von GK framhjá til löndunar.
Reyndar þá fór fyrst Von GK undir rauða kranann sem sést þarna aftar. hann bilaði og þurfti því að færa Von GK í annan krana. þeir voru með um 6,5 tonn
Rétt á eftir Von GK kom Óli Á Stað GK. augnayndi. veit það ekki. ég beið eftir óðinn ARnberg skipstjóra á Óla á Stað GK á suðurgarðinum því að ég vissi að það væri löndunarkrani á bátnum. enn mér til mikillar furðu þá fór báturinn á Norðurgarðinn til löndunar þar. Skýringinn var sú að festingarnar undir kranann voru að brotna því illa var gengið frá því af Seiglu sem smíðaði bátinn. eru þeir búnir að vera kranalausir í um 4 mánuði.
Axel Bergmann stendur þarna stoltur um borð í Óla á Stað. það var víst búið að fréttast útá sjó að ég væri á bryggjunni í Sandgerði og Axel kallaði í mig. " á að skrifa um okkur". og ég sagði " er nú bara að mynda alla bátanna. enn þið fáið ykkar pláss". og hann " já við vissum það að þú væri á bryggjunni". Gaman af þessu. þeir félagar á bátnum voru með um 9 tonn og voru með í gær um 12 tonn. Þessi 9 tonn voru á 17 þúsund króka eða 38 bala. það gerir um 237 kíló á bala.
Komnir undir kranann og í baksýn er Hulda HF svo til samskonar bátur og Óli á Stað GK nema aðeins styttri
Kiddó Arnberg sem er bróðir Óðins skipstjóra á Óla á Stað GK kom rétt á eftir bróður sínum til hafnar og voru þeir með um 7 tonn. þarna eru þeir að fara sig frá bilaða krananum.
Dóri GK Sést glitta í Kiddó þarna í brúnni.
Eftir Dóra GK þá var skotist í smá mat heim til pabba og komið til baka og þá voru síðustu 3 bátarnir komnir í land. Jón Ásbjörnsson RE var með um 9 tonn, enn hann var frekar djúpt úti norðarlega. Skipstjórinn var ánægður með að vera í Sandgerði enn sagði að þeir færu svo að tía sig til Þorlákshafnar ef eitthvað fer að gerast þar. Skipstjórinn býr á Selfossi.
Þarna er Daðey GK. eitthvað hef ég gleymt að nota flassið þarna
Júlli á Daðey GK var ánægður með daginn. þeir voru með rúm 8 tonn á 11 þúsund króka eða 24 bala. það gerir um 333 kíló á bala. Daðey GK var sunnast allra bátanna og þurfi að skilja eftir 3 rekka í sjónum enda var komið vitlaust veður þarna úti og ætlaði Júlli að fara aftur út á sama stað og verður fróðlegt að sjá í dag 6.janúar hvað hann mun fá.
Síðasti báturinn til að koma í land var líka sá minnisti. Birta Dís GK. Haukur skipstjóri var nokkuð sáttur með daginn. um 4,5 tonn á 24 bala eða 189 kíló á bala.
Allt á fullu við Höfnina.
Eftir þetta þá þurfti ég að fara. Myndir Gísli Reynisson
Munið svo að styðja við bakið á aflafrettir. þið getið gert það með þvi að fara inná www.aflafrettir.com. klikka þar á TRAWLERS og þar ættu að sjást 2 auglýsingar. ef þið klikkið þá þær þá styðjið við bakið á síðunni