Sara ÍS slitnaði frá bryggju í Sandgerði.
Fyrsta haustlægðin er í gangi núna um allt land og sérstaklega við austurlandið þar sem veður er verulega slæmt
á Suðurnesjunum þá var líka mjög vont veður, og mikil ölduhæð t.d utan við Grindavík og SAndgerði,
í Sandgerði þá slitnaði upp færabáturinn Sara ÍS og rak þvert yfir að húsnæði Björgunarsveitarinnar Sigurvons.
báturinn var þar bundin fastur og á flóði í dag kl 1600 þá mun báturinn verða dreginn á flot,
ekki er vitað um skemmdir enn þær gætu verið einhverjar því báturinn er úr plasti


Myndir Reynir Sveinsson