Sér fyrir enda loksins á nýja Stakkavíkurbátnum,2017



Stakkavík samdi um smíði á tveimur svo til samskonar bátum árið 2013 og var fyrri báturinn afhendur í október árið 2014.   Fékk sá bátur nafnið Óli á Stað GK.   Sá bátur var seldur ásamt um eitt þúsund tonna kvóta fyrir rúmu einu ári síðan til Loðnuvinnslunar á Fáskrúðsfirði.  Sú sala vakti mikla athygli í Grindavík og þótti mörgum það ansi súrt í broti að svona mikill kvóti væri að hverfa út byggðarlaginu.

Enn hvað með hinn bátinn??.

jú hann hefur tafist og tafist og núna sirka tveimur árum síðan er báturinn allavega kominn útúr húsi enn nóg er eftir að gera innan í bátnum eins og síðuritari komst að þegar hann skoðaði bátinn með Sverri Bergmann framkvæmdastjóra fyrirtækisins.  
síðuritari veit afhverju báturinn hefur tafist svona mikið enn verður ekki farið útí þá hluti hérna í þessari færslu.  

báturinn er nokkuð svipaður Sandfelli SU ( gamla Óla á Stað GK) nema að tveimur nokkuð stórum breytingum.  Brúinn á nýja bátnum er ofan á, enn hún er það ekki á Sandfelli SU og sömuleiðis er lestin í nýja bátnum hærri enn í Sandfelli SU.  í Sandfelli SU er lestin 157 cm há, enn í nýja bátnum 180 cm.  sama og í Gullhólma SH

um borð í bátnum er 600 hestafla aðalvél af gerðinni Scanía og er hún með Common Rail búnaði sem stýrir innflæði olíu og lofts inná vélina við aukið álag.  enn mjög stórt og mikið glussakerfi er í bátnum eða um 390 lítra og er það allt keyrt frá Aðalvél.

Balalína fyrst um sinn.
Báturinn er hannaður fyrir beitningavél, enn breyting verður gerð á bátnum og var hún ákveðin sirka viku áður enn síðuritari heimsótti bátinn.  því að skorið verður gat í loftið og opnað niður á dekk til þess að koma niður línubölum, enn báturinn mun verða gerður út á balalínu fyrst til að byrja með.  
Óðinn Arnberg mun verða skipstjóri á nýja bátnum sem mun fá eitthvað nafn. 
verðið á bátnum liggur í tæpum 300 milljónum. 





hehe já var á Teits rútu  sem sést þarna til hægri hehe

Þarna verður gert gat til þess að koma niður línubölum.

Myndir Gísli Reynisson