Setti Nanna Ósk II ÞH Íslandsmet?

Eins og fram kom í gær hérna á Aflafrettir þá hefur grásleppuveiðin verið ansi góð og margir bátar komist 


með fullfermi í land,  Þónokkrar landanir eru nú þegar komnar yfir 6 tonn og einastaka bátar hafa komið með yfir 7 tonn í einni löndun,

Á Raufarhöfn þá kom Nanna Ósk II ÞH með risaróður því landað var úr bátnum 8769 kg  eða um 8,8 tonn af grásleppu í einni löndun,

Menn á Raufarhöfn veltu því fyrir sér hvort þetta væri aflamet.

Svo ég fór og skoðaði  málið aðeins.

Ég skoðaði alla grásleppubáta aftur til ársins 2010 og kom þá í ljós að það eru ekki  nema 19 landanir sem eru stærri enn 7 tonn,

og nokkrir bátar eiga 2 landanir  yfir 7 tonn.

Dagrún HU á 2 landanir,

Guðmundur Jónsson ST á 3 landanir

Hlökk ST á 2 landanir

Herja ST á 3 landanir

og Ás NS á 2 landanir,

af þessum bátum þá hafa aðeins 4 bátar náð því að kom með yfir 8 tonn í einni löndun .

Dagrún HU átti var með mestan afla eða 8636 kíló.

og  það þýðir á aflinn hjá Nönnu Ósk II ÞH er met, og hugsanlega íslandsmet í mestum afla af grásleppu í einni löndun.

Hérna að neðan má sjá listann yfir bátanna sem yfir 7 tonn hafa komist.  það má geta þess að Guðrún Petrína GK landaði á Drangsnesi þessum afla sínum

Sæti Sknr Nafn Mesti afli Ár
19 2806 Herja ST 7.01 2016
18 2256 Guðrún Petrína GK 7.064 2016
17 1775 Ás NS 78 7.109 2015
16 2390 Hilmir ST 7.154 2014
15 2754 Skúli ST 7.168 2011
14 2571 Guðmundur Jónsson ST 7.284 2013
13 2866 Fálkatindur NS 7.341 2015
12 2806 Herja ST 7.396 2014
11 1184 Dagrún HU 7.4 2014
10 1920 Máni ÞH 7.452 2016
9 1775 Ás NS 78 7.479 2015
8 2571 Guðmundur Jónsson ST 7.558 2016
7 1774 Sigurey ST 7.558 2020
6 2696 Hlökk ST 7.67 2014
5 2696 Hlökk ST 7.674 2016
4 2571 Guðmundur Jónsson ST 8.326 2014
3 2806 Herja ST 8.36 2016
2 1184 Dagrún HU 8.636 2014
1 2793 Nanna Ósk II ÞH 8.769 2020



Nanna Ósk II ÞH mynd Hörður Þorgeirsson