Setti Ólafur Jónsson GK Íslandsmet??

Á sínum tíma  þá var Miðnes HF í Sandgerði stórfyrirtæki á landsvísu af sjávarútvegsfyrirtækjum,


Saga þess endaði  því miður snögglega þegar að Haraldur Böðvarsson HF á Akranesi sameinaðist Miðnesi HF og lokaði öll  í Sandgerði

og allir bátar og togarar fóru þaðan.

Eitt af þeim skipum sem Miðnes HF átti var togarinn Ólafur Jónsson GK,

Hann var eins og Klakkur ÍS er í dag,  smíðaður í Póllandi árið 1977, enn var lengdur og mikið breytt um 1989.

árið 1994 þá var Ólafur Jónsson GK mjög atkvæðamikill á úthafskarfaveiðunum sem voru þá stundaðar djúpt úti 

við Reykjaneshryggin, og var togarinn með aflahæstu togurnum á Íslandi í úthafskarfaveiðum árið 1994,

togarinn landaði öllum aflanum sínuim í Sandgerði háttí 3 þúsund tonn, og túrarnir voru sumir hverjir ansi stuttir,

t.d kom Ólafur Jónsson GK með 235 tonn eftir 5 daga á veiðum eða um 48 tonn á dag.

Risatúrinn hjá Ólafi Jónssyni GK

en besti túrinn hjá Ólafi Jónssyni GK var ekkert smá.  og spurning hvort að það sé íslandsmet,

því að Ólafur Jónsson GK kom til Sandgerðis með 300 tonn sem fékkst á aðeins um 6 dögum höfn í höfn.  

það sem vekur mesta ahygli var að togarinn fékk þennan afla á aðeins 3 veiðidögum eða 100 tonn á dag.  og í aðeins 9 hölum

það gerir um 33 tonn að meðaltali í hverju hali,

stærsta halið var ekkert smá. því það var 75 tonn .

lengst fór togarinn um 530 sjómílur út frá Sandgerði í þessum túr.

Já þetta gæti verið Íslandsmet.  í mestum afla á svona fáum veiðidögum.  300 tonn á aðeins 3 dögum og í aðeins 9 hölum


Ólafur Jónsson GK mynd Tryggvi Sigurðsson