Setur Vigri RE nýtt aflamet??,,2018

Nýjsti frystitogara listinn var að koma á Aflafrettir,




Þar eru nokkrir athyglisverðir hlutir að gerast,

jú Sólberg ÓF er komið yfir tíu þúsund tonnin, og Kleifaberg RE mun fara yfir tíu þúsund tonnin líka í næsta túr,

en togarinn sem er í þriðja sætinu á líka möguleika,

því þar er Vigri RE og nýjasta löndun skipsins  var um 1104 tonn og það kemur heildaraflanum hjá Vigra RE í 8486 tonn, 

Mesti afli sem að Vigri RE hefur náð á einu ári og þá  miðast við Almannaksár, ekki fiskveiðiár er árið 2015 þegar að Vigri RE landaði 9882 tonn,

Núna eru um sirka 2 mánuðir eftir af þessu ári sem að frystitogarnir verða gerðir út 
 og já Vigri RE á möguleika á að slá metið sem þeir settu árið 2015 og þeir eiga  líka möguleika á að ná yfir tíu þúsund tonn 
og verður það þá í fyrsta skipti sem að Vigri RE nær yfir tíu þusund tonn á einu ári.


Vigri RE mynd Sigurður Samúelsson