Síðasti túr Ásbjarnar RE 50..2017
Jæja núna er nýjasti togari HB Granda Engey RE kominn af stað. enn togarinn fór í tilraunaveiðar með Friðleifi skipstjóra og áhöfn hans sem hefur verið með Ásbjörn RE.,
Ásbjörn RE aftur á móti fór í einn stuttan túr sem var ekki nema um 3 daga og fékk í þeim túr um 120 tonn.
til þess að manna þann túr þá var fenginn Einar Bjarni Einarsson, Einar hefur verið viðloðandi Ásbjörn RE síðan 1989. með honum í þessum túr var afleysingarmenn sem höfðu leyst af á Ásbirni RE.
Þessi túr var síðasti túrinn hjá Ásbirni RE fyrri HB Granda enn búið er að selja togarann til Írans fyrir 45 milljónir króna,
Þar með er að fara úr landi mikið aflaskip og verður fróðlegt að sjá hvort og þá hvaða togari hefur veitt meira enn Ásbjörn RE hefur gert.
Og ég minni enn og aftur í þessu samhengi að bókin um Ásbjörn RE fæst ennþá þó það minnki á lagernum.
Endilega skellið ykkur á hana, því ég ætla mér ekki að sitja uppi með neinar bækur um hann nema fyri mig sjálfan.
fæst í Eymundsson og hjá mér á gisli@aflafrettir.is

Ásbjörn RE mynd Sigurður Bergþórsson