Siglfirðingur SI, frystitogari í siglingu?!,1990

Siglingar íslenskra fiskiskipa voru mjög tíðar svo til frá því að fyrsti togarinn kom fyrir rúmlega 100 árum síðan og alveg fram yfir árið 2000.  í dag þekkist þetta ekki að bátar eða togarar sigli með afla erlendis.


Þeir bátar eða togarar sem silgdu með aflann voru iðulega ísfisksbátar eða ísfiskstogarar.

Að frystitogarar myndu fara í siglingu var aftur á móti sjaldséð eða jafnvel bara ekki.

En þó ekki,

Því árið 1990 þá var togarinn Siglfirðingur SI 150 gerður út frá Siglufirði og hann með sína 25 manna áhöfn fór ekki eina heldur tvær ferðir með frysta afla til Hull í Bretlandi.


Túr númer 1
Fyrri túrinn hófst 11 júlí árið 1990 og var togarinn á veiðum í 23 daga.
silgdi þá með aflann til Hull.
Var þá Siglfirðingur SI með 485 tonn eða 21,1 tonn á dag.  af þessum afla þá var þorskur um 340 tonn.

fyrir þennan afla þá fengust í Hull 49,2 milljónir króna miðað við gengi árið 1990.

túr númer 2
Eftir þennan túr þá fóru þeir aftur til íslands, og aftur á veiðar og voru þá úti að veiðum í 30 daga og fór þá aftur með aflann til Hull í Bretlandi.
Var þessi túr aðeins stærri því að hann var 549,6 tonn eða 18,3 tonn á dag.
fyrir þennan afla þá fengust 60 milljónir krónur.

Samtals gerði því áhöfnin á Siglfirðing SI um 110 milljóna túra til Hull í Bretlandi og með afla samtals uppá 1035 tonn.

Þessar tölur eru fengar frá upprunalegum aflaskýrslum sem ég er að grúska í núna á þjóðskjalasafninu

Siglfirðingur SI Mynd Guðmundur St Valdimarsson