Siglufjörður haust 1984. 53 þúsund tonn af loðnu.

Það fer lítið fyrir því að loðna sé veitt núna um landið.


Hafró gengur illa að finna loðnuna, eða þá að Hvalir séu að éta hana upp, enda er mjög mikið um Hval svo til allt í kringum landið

þó svo að loðnuveiðar séu í gangi þá eru hafnirnar sem taka á móti loðnu mjög fáar.

á árunum frá um 1970 og svo til alveg til aldamóta þá var loðnu landað svo til um allt land

og ein af stærstu höfnunum sem tóku á móti loðnu var Siglufjörður.

Núna ætla ég að fara með ykkur í smá ferðalag aftur til haustsins árið 1984,

þá var mikil loðnuveiði í gangi, og Siglfirðingar fengu heldur betur nóg að gera varðandi loðnuna og fjölda báta sem 

komu þangað

því alls frá 1.október til 15.desember árið 1984 þá komu til Siglufjarðar alls rúm 53 þúsund tonn af loðnu og bátarnir voru mjög margir.

Október
Byrjum á október, fyrstu loðnunni var landað 7.október og alls komu fimm bátar þann dag,  Pétur Jónsson RE, Hákon ÞH, Grindvíkingur GK, Súlan EA og Svanur EA.  

18.okt þá var líka mikið um að vera á Siglufirði, þá komu í land 5 bátar.  Eldborg HF,  Bjarni Ólafsson AK, MAgnús NK, Pétur Jónsson RE og Ísleifur VE.

24.okt var þó stór dagur, því þá komu alls 7 bátar með 3908 tonn af loðnu
Þórður Jónasson EA, Þórshamar GK, Sæbjörg VE, Harpa RE, Fífill GK,  Magnús NK og Gísli Árni RE

Nóvember
 
Mikið var um að vera í Nóvember 1984 á Siglufirði, en þó virðist vera sem um miðjan nóvember að þá gerði leiðinda veður
því 13.nóvember þá komu í land alls 9 bátar sem allir voru með slatta, enginn með fullfermi nema tveir bátar
þessir 9 bátar voru, Beitir NK sem kom aðeins með 268 tonn.
Gísli Árni RE með 297 tonn
Gullberg VE með aðeins 147 tonn
Albert GK með 194 tonn
Fíflill GK með 393 tonn
Erling KE með 381 tonn
Guðmundur Ólafur ÓF með 156 tonn
SVanur RE sem var með fullfermi 556 tonn og Keflvíkingur KE sem líka var með fullfermi 506 tonn.

síðan var ekki neinni loðnu landað fyrr enn um viku seinna, 21.nóvember þá komu 4 bátar til Siglufjarðar og allir með fullfermi

Samtals 4299 tonn.  þetta voru Beitir NK með 1359 tonn.  Svanur RE með 694 tonn, Eldborg HF Með 1466 tonn og Sjávarborg GK með 781 tonn.

 Desember
Landanir samtals í desember 1984 voru alls 9, en allir með fullfermi, þar af voru þrír bátar með yfir eitt þúsund tonna löndun
Bjarni Ólafsson AK sem var með 1145 tonn.  Eldborg HF með 1353 tonn og Hilmir SU með 1348 tonn

Mikið líf heldur betur, og fjórir bátar komu í fimm skipti til Siglufjarðar með loðnu þarna um haustið 1984
Magnús NK  kom með 2492 tonn
Svanur RE 2672 tonn
Skarðsvík SH 2796 tonn
og Súlan EA 3734 tonn, og má geta þess að Súlan EA landaði næst mestum afla á Siglufirði um haustið 1984

Eldborg HF var með mestan afla á Sigluifirði alls 4028 tonn í 3 löndunum 

Bjarni Ólafsson AK var með þriðja mesta afla, 3509 tonn í 4 löndunum 

tveir aðrir bátar lönduðu í fjögur skipti
Sæbjörg VE sem var með 2060 tonn  í 4
og Þórður Jónasson EA sem var með 1919 tonn

Grindvíkingur GK var með 2985 tonn í 3
Hákon ÞH með 2396 tonn í 3
Sjávarborg GK 2290 tonn í 3



Bjarni Ólafsson AK mynd ljósmyndari ókunnur, Ljósmyndasafn Akranes



Kæru Lesendur.
Aflafrettir.is er rekin alveg að einum manni, mér 
Gísli Reynisson.  sé ég um að skrifa allt efni á síðuna
og margir hafa spurt hvort hægt sé að styrkja mig
og það er hægt . hérna eru upplýsingar 
kt 200875-3709
Bók 0142-15-380889
Takk kærlega fyrir
Gísli Reynisso