Signý HU endaði okt á fullfermistúr

Núna eru listar yfir afla bæði að 8 bT og að 13 BT komnir á aflafrettir fyrir október.


mjög erfitt tíðarfar var enda veður hundleiðinleg og það gerði sjósókn hjá þessum minni bátum mjög stopula

í flokki bátar að 13 bt þá voru aðeins 3 bátar sem yfir 20 tonnin fiskuðu

og Signý HU sem að Gísli bjarnason er skipstjóri á enduðu aflahæstir báta að 13 bt í október,

þeir enduðu mánuðu vægast sagt ansi vel,

því þeiru fóru út seinnipartinn 25.október með 32 bala og komu í land morguninn eftir með fullfermi eða 

10,4 tonn,  af þessum afla þá voru 9,6 tonn af þorski.

þessi afli gerir um 325 kíló á bala og ansi gott að enda frekar dapran október mánuð með svona fullfermistúr,


Signý með fullfermi,  mynd Gísli bjarnason