Sigurður Ólafsson SF með fullfermi


Hornafjörður var lengi vel einn af stóru útgerðarbæjunum á íslandi og bátar þaðan yfir vetrarvertíðina voru oft ansi margir,

nægir bara að horfa á tímann frá sirka 1960 og alveg fram að árinu 2000,

þá voru allt upp í 20 bátar á netum frá Hornafirði yfir vertíðina og flestir af þeim bátum fóru svo yfir á humarinn yfir sumarið

Ef við nefnum nokkur nöfn þá eru það t.d

Garðey SF
Akurey SF
Steinunn SF
Þinganes SF
Þórir SF
SKinney SF
Hvanney SF
Bjarni Gíslason SF
Erlingur SF
Freyr SF
Gissur Hvíti SF
Haukafell SU
Jón Bjarnason SF
Lyngey SF
Skógey SF
Vísir SF
Æskan SF

og síðan Sigurður Ólafsson SF.  

síðan fór bátunum að fækka hver af öðrum og á endanum þá árið 2022 þá er Sigurður Ólafsson SF orðinn eini netabáturinn sem landar á Hornafirði yfir vertíðina


reynar þá eru Þinganes SF, Þórir SF , Skinney SF og Steinunn SF allir til, enn eru allt togarar 

Núna þessa vertíð þá hefur Sigurði Ólafssyni SF gengið ansi vel á netunum 

og hefur komist  mest í um 57 tonn í einni löndun 

fékk senda mynd af bátnum koma til hafnar á Hornafirði og þarna eru um borð 47 tonn og eins og sést þá er báturinn nokkuð siginn, og ansi flottur með svona afla

samt ansi sérstakt að sjá hrunið á netabátum frá Hornafirði út um 20 bátum og niður í aðeins 1 bát



Sigurður Ólafsson SF með 47 tonn, Ljósmyndari GK