Sigurey ST er númer 2,2016
Ég birti í gær grásleppulistann og mér var bent á það í dag að þrír ST bátar hefði slægt grásleppuna til þess að þurrka hana. slægða grásleppan kom ekki fram í þeim tölum sem ég reiknaði og því þurfti ég að gera endurútreikning á þremur ST bátum.
Sæfugl ST endaði í 47 tonnum eða í sæti numer 9.
Simma ST fór í 64,1 tonn og var þar með bátur númer fimm sem yfir 60 tonnin komust af grálseppu
og Sigurey ST fór í 67,8 tonn og fór þar með í annað sætið sem aflahæsti grásleppubáturinn á vertíðinni 2016. Munar rétt um 600 kílóum á milli Sigurey ST og Helgu Sæm ÞH sem er aflahæst,
Sigurey ST mynd Jón Halldórsson