Sigurjón Arnlaugsson HF apríl 1982
Flott veiði hjá línubátunum núna í mars og eins og hefur sést á síðunni þá eru 3 bátar komnir yfri 500 tonnin.
förum í smá ferðalag aftur í tímann.
aftur til ársins 1982. þá voru ekki margir línubátar að róa sem voru með beitningavélar. Flest allir bátanna voru að róa með balalínu,
Á Suðvestanverðu landinu þá voru tveir bátar sem svo til fiskuðu aðra línubáta í kaf, voru það Freyja GK og Sigurjón Arnlaugsson HF 210.
Báðir þessir bátar áttu það sameiginlegt að leggja upp hjá fiskvinnslum sem voru staðsettar í Hafnarfirði. Freyja GK lagði upp hjá Nesfiski og Sigurjón Arnlaugsson HF lagði upp hjá Garðskaga HF í garðinum,
skoðum apríl mánuð árið 1982 hjá Sigurjóni Arnlaugssyni HF.
báturin landaði öllum afla sínum í Grindavík og eins og sést á aflanum að neðan þá fiskaði báturin mjög vel.
Enginn afli var landaði á milli 6 og 14 apríl enda var þá þorskveiðibann.
Þessi mánuður gerði tæp 200 tonn því að aflinn endaði í 198 tonn í 12 róðrum eða 16,5tonn í róðri,
Sigurjón Arnlaugsson HF réri iðulega með í kringum 90 bala í róðri.
Sigurjón Arnlaugsson HF 210 | ||
Lína Apríl 1982 | ||
dagur | afli | |
1 | 15.55 | |
3 | 26.32 | |
5 | 11.51 | |
14 | 32.88 | |
15 | 21.26 | |
17 | 17.54 | |
19 | 4.15 | |
20 | 17.18 | |
22 | 18.88 | |
24 | 15.74 | |
28 | 6.87 | |
30 | 10.45 |
Sigurjón Arnlaugsson HF mynd Birgir Karlsson