Sigurvin GK 51,1983
Ég er búinn að fara með ykkur í í hátt í 40 ferðalög aftur til ársins 2001.
ætla aðeins lengra með ykkur núna,
förum aftur til ársins 1983.
þá voru nokkuð mikið fleiri bátar að gera út enn árið 2001, og einn af þeim bátum sem var þá að róa frá Sandgerði á vertíð var 20 tonna bátur sem hét Sigurvin GK 51. sknr 1453.
Þessi bátur var gerður út alveg til ársins 2004 og hét þá Jón Björn NK.
Sigurvin GK lagði upp hjá fiskverkun Guðbjarnar Ingvarssonar í Sandgerði.
Lítum á vertíðina,
í Janúar þá var Sigurvin GK á línu og landaði 23,7 tonn í 8 róðrum , mest 3,9 tonn,
Línuveiðin í febrúar gekk nokkuð betur og landaði þá báturinn 40,4 tonnum í 10 róðrum ,
í mars þá fór Sigurvin GK á net og var mars mánuður fínn,
reyndar þá var róðurinn sem er skrásettur 5.mars tekin á línu og 11.mars þá var báturinn kominn á netin,
Alls var landað 64 tonnum í 16 róðrum eða um 4 tonn í róðri,
eins og sést að neðan þá fiskaðist ansi vel í kringum 20.mars. þá kom báturinn með 9 tonn og í næsta róðri 8,3 tonn í land
mars | afli |
5 | 1,6 |
11 | 6,6 |
12 | 1,5 |
14 | 7,3 |
15 | 5,8 |
16 | 1,6 |
17 | 1,7 |
18 | 3,6 |
20 | 9,0 |
22 | 8,3 |
23 | 3,7 |
24 | 3,3 |
25 | 2,2 |
26 | 1,1 |
28 | 4,7 |
29 | 2,2 |
Það má geta þess að það var annar bátur sem líka var að landa hjá Guðbirni. og var sá bátur með 65 tonn í 17 róðrum í mars. sá bátur hét Arnar KE , og heitir sá bátur Sandvíkingur ÁR
Í Apríl þá landaði Sigurvin GK 46,2 tonn í 13 róðrum og mest 7,9 tonn,
Vertíðin hjá Sigurvin GK var því 176 tonn í 47 róðrum sem er nokkuð gott miðað við stærð bátsins,
Sigurvin GK mynd Hafþór Hreiðarsson