Síldarbáturinn Þórarinn GK ,1983
Þeir bátar sem veiða síld núna árið 2018, má kanski ekki beint kalla báta. þetta er gríðarlega stóri uppsjávarskip með mörg þúsund hestafla vélar sem taka allt uppí 3000 tonn í einni löndun,
Síldarbátarnir á árum áður voru margfalt minni og voru síldveiðar stundaðar með þremur mismunandi hætti.
Hringnót, reknet og lagnet.
bátar sem stunduðu veiðar með lagnetum voru allir litlir bátar eða það sem kallað er í dag smábátar,
einn af þeim bátum sem stunduðu síldveiðar með lagnet var Þórarinn GK 35 sem gerður var út frá Grindavík.
Þórarinn GK var ekki nema 8 tonn að stærð og var smíðaður árið 1954 á Akureyri og var hans fyrsta nafn Auðunn EA 57. þessi bátur var á Eyjafjarðarsvæðinu alveg til ársins 1976 þegar að báturinn kom á Suðurnesin,
Báturinn var reyndar Þórarinn KE 18 fram í júlí enn var skipt um skráningu þegar báturinn var seldur til Grindavíkur í júlí 1983. báturinn stundaði handfæraveiðar allt árið 1983 nema hluta í september þegar báturinn fór á síldveiðar í lagnet,
núna árið 2018 er engum leyft að veiða síld nema stóru skipunum.
Eins og sést á aflatölunum hérna að neðan þá gekk Þórarinni GK nokkuð vel og landaði alls um 11 tonnum í 7 róðrum þar sem að stærsti róðurinn var 2,6 tonn.
Þórarinn GK 35 | |
Síld lagnet | |
September | |
dagur | afli |
2 | 1.71 |
3 | 2.57 |
4 | 2.32 |
5 | 1.86 |
6 | 0.44 |
10 | 1.09 |
12 | 1.02 |
Þórarinn GK mynd Hafþór Hreiðarsson