Síldarmok í Noregi,2017
Það var smá pistill hérna á síðunni um nokkra síldabátar sem voru að fiska vel í Noregi.
merkilegast er að bátarnir eru má segja af öllum stærðum og gerðum.
stærsta löndunin er eitt þúsund tonn sem að Endre Dyröy kom með og niður í 5 tonn sem Eros kom með.
samtals núna á einni viku hefur verið landað í Noregi 42 þúsund tonnum af síld meðal annars í Tromsö.
mest var landað í gær 12 janúar 9796 tonn af 51 báti eða 192 tonn á bát.
mestur fjöldi báta er 10 janúar þegar að 67 bátar lönduðu alls 8178 tonnum eða 122 tonn á bát.
í dag 13 janúar hefur verið landað í Noregi 6207 tonnum af 49 bátum eða 127 tonn á bát.
Hanne Marie ekki stór bátur enn þarna með 14 tonn og hefur komið með samtals 55 tonn í fjórum löndunum.
Mynd Jörgen Iversen Lie.
Baragutt með 300 tonn enn báturinn er búinn að landa 680 tonn í tveimur löndunum.
Mynd Oddremi Simonsen
Balladsværing þarna með 85 tonn er samtals búinn að landa 250 tonn í þremur löndunum.
Mynd Oddremi simonsen
Peder með 150 tonn enn hann hefur landað 300 tonnum í tveimur löndunum
mynd Oddremi Simonsen