Síldarvertíð á Geir Goða GK árið 1983
Er að vinna í árinu 1983.
Hef birt ansi marga pistla varðandi það ár, en enga varðandi síldina 1983,
síldveiðin var einungis stunduð í október og fram í nóvember. nokkrir bátar lönduðu þó í byrjun desember,
um 500 tonna viðmiðunarkvóti var settur á alla þá báta sem stunduðu síldveiðar og það voru reyndar nokkrir bátar sem fiskuðu yfir 500 tonnin
Síldarbátarnir voru þá mjög margir og stundðu veiðar með hringnót og reknetum. minni bátarnir voru með lagnet á síldveiðum,
Geir Goði GK sem var í eigu Miðnes HF í Sandgerði stundaði síldveiðar með nót og landaði öllum afla sínum í Sandgerði þar sem að
aflinn var tekinn í vinnslu hjá miðnesi HF
skoðum aflan,
Fyrsta löndun Geir Goða GK var snemma í nóvember þegar að báturinn kom með 110 tonn í land,
15.nóvember kom báturinn með 108,3 tonn í land
20.nóvember 123 tonn í land sem var stærsta löndun bátsins,
24.nóv 111,3 tonn í land
29.nóv 100,5 tonn
og svo að lokum ein löndun í desember 93,4 tonn,
Alls landaði því Geir Goði GK 646,1 tonni af síld þessa vertíð 1983
Geir Goði GK mynd Birgir Karlsson