Síldarvertíð á Hring GK 18
síðsta fréttin sem var skrifuð á Aflafrettir 9.apríl var um það að allir áhöfn Grundfirðings SH í Grundarfirði hafi verið sagt upp því leggja ætti bátnum,
Þessi bátur á sér langa sögu undir nafninu Hringur GK 18 því að báturinn hét því nafni í um 30 ár.
að mestu þá stundaði báturinn netaveiðar en báturinn fór líka á síld og þá iðulega með nót,
árið 1982 þá var það ansi gott fyrir Hring GK. hann fiskaði um 620 tonn á vertíðinni sem var fengið í línu og net
og fór svo um haustið á síld með nót, og við skulum sjá hvernig gekk,
Október
Hringur SH landaði fyrst á Eskifirði 28,3 tonnum af síld snemma í október,
kom svo með smá slatta til Neskaupstaðar eða 3,5 tonn 16 októ,
19.október aftur til Eskifjarðar með 47 tonn af síld,
og í lok október með 18 tonn af síld til Eskifjarðar,
hérna færði svo báturinn sig suður því veiðin var orðin betri þar,
Nóvember. 2 fullfermistúrar
landaði í Þorlákshöfn fullfermi eða 120,4 tonnum 2.nóvember
og kom svo til Keflavík líka með fullfermi eða 114,1 tonn.
endaði svo í heimahöfn sinni Hafnarfirði 15.nóvember með 53,3 tonn,
alls landaði því Hringur GK 384 tonnum af síld um haustið 1982.
Hringur GK mynd Tryggvi Sigurðsson