Síldarvertíð á Jakob Valgeir ÍS árið 1983
Er að vinna í árinu 1983.
Hef birt ansi marga pistla varðandi það ár, en enga varðandi síldina 1983,
síldveiðin var einungis stunduð í október og fram í nóvember. nokkrir bátar lönduðu þó í byrjun desember,
um 500 tonna viðmiðunarkvóti var settur á alla þá báta sem stunduðu síldveiðar og það voru reyndar nokkrir bátar sem fiskuðu yfir 500 tonnin
Síldarbátarnir voru þá mjög margir og stundðu veiðar með hringnót og reknetum. minni bátarnir voru með lagnet á síldveiðum,
einn af þeim bátum sem stunduðu síldveiðar í hringnót var báturinn Jakob Valgeir ÍS 84 frá Bolungarvík
Þessi bátur var nokkuð lengi í Bolungarvík því að hann fékk síðan nafnið Flosi ÍS 15
Jakob Valgeir ÍS var á nokkru flakki því að fyrsta síldarlöndun bátsins var 6.október á Eskifirði þegar að báturinn landaði 38 tonnum af síld,
10 dögum síðan kom báturinn með 34 tonn til Eskifjarðar.
síðan leið nokkuð langt í næstu löndun, 9.nóv 122 tonn ´á Eskifirði,
á Stöðvarfirði kom Jakob Valgeir ÍS með 117 tonn af síld
núna var Jakob Valgeir ÍS farinn að færa sig sunnar því að báturinn landaði á Djúpavogi 15.nóvember og kom þar með 51,5 tonn,.
til Vestmannaeyja kom báturinn 19.nóvember með 127 tonn og var það stærsta löndun bátsins,
Síldarvertíðin hjá Jakob Valgeiri ÍS í Grindavík því að þangað kom báturinn 21 nóvember með 79 tonn,
Alls var því heildaraflinn 567,8 tonn
Jakob Valgeir ÍS mynd Hafþór Hreiðarsson