Síldin byrjuð í Noregi,2017

á sínum tima hérna á íslandi þá voru bátarnir sem stunduðu síldveiðar má segja af öllum stærðum.  alveg frá 50 tonna bátum og upp í stærstu skipin,


í dag þá eru skipin sem stunda síldveiðar allt risaskip og enginn minni bátur er á  þessum veiðum.

í  Noregi er þessu aftur á móti öðruvísi farið því þar eru ennþá litlir bátar á síldveiðum og jafnvel bátar sem eru orðnir eldri enn 40 ára gamlir og að auki smíðaðir úr eik.

núna í janúar þá hafa margir af þessum minni bátum byrjað síldveiðar og eins og sést á myndunum hérna að neðan þá eru þeir að fiska ansi vel,

Smahaug Senoir sem er á efri myndinni er eikarbátur sem er smíðaður árið 1969 og er endursmíður árið 2000.

þarna á myndinni að neðan þá er hann með 53 tonn af síld í bátnum 





Peder með fullfermi.  Myndir Oddremi Simonsen