Síldveiði á Sigurði Ólafssyni SF árið 1995

Alltaf gaman að fara aftur í tímann og vanalega hef ég verið að fara með ykkur ansi langt aftur í tímann


en núna förum við bara til ársins 1995 eða 25 ár aftur í tímann,

þá var ansi góð síldveiði um landið og þá sérstaklega við austanvert landið.

einn af þeim bátum sem stundaði síldveiðar var bátur sem við þekkjum ansi vel

Sigurður Ólafsson SF 

hann stundaði síldveiðar í nót í október og nóvember árið 1995 og fiskaði ansi vel

því samtals landaði báturinn 1369,4 tonnum í 10 löndunum 

og mest 177,6 tonn sem báturinn landaði 7 nóvember

í október þá landaði báturinn 698 tonn í 6 róðrum og mest 151,7 tonn,.

í nóvember þá var aflinn 671,1 tonní aðeins 4 róðrum eða 168 tonn í róðri,

það má geta þess af í nóvember þá voru 3 túrar yfir 170 tonn hjá bátnum 

Og ansi merkilegt en myndin sem hérna er tekinn 2.nóvember 1995 og þá voru í bátnum 174,8 tonn af síld



Sigurður Ólafsson SF mynd Sverrir Aðalsteinsson