Sindri BA. sá eini á Patreksfirði


Patreksfjörður á sér langa og merkilega sögu sem útgerðarbær.  þar hafa verið gerðir út togarar, síðutogarar, loðnuskip og þar var meðal annars 
loðnuverksmiðja, ein af tveimur á öllum vestfjörðum , sú var í Bolungarvík.

á Patreksfirði var líka í fyrsta skipti á vetrarvertíð gerð tilraun til þess að stunda netaveiðar , og var það um 1955 þegar að Jón Magnússon fór á Andra BA
til netaveiða og var þannig fyrsti báturinn á vestfjörðum sem stundaði netaveiðar á vertíð.

línuveiðar frá Patreksfirði eiga sér mjög langa sögu, og hefur hérna á Aflafrettir.is birst fréttir um mikla veiði bátanna á línu frá Patreksfirði

bendi á ævintýralega frétt sem er um Brimnes BA árið 1967.  lesa má hana hérna

Svo til allir línubátar sem hafa róið frá Patreksfirði hafa róið með balalínu, en þó hafa nokkrir verið á línu með beitningavél. 
t.d Guðrún Hlín BA og síðan Núpur BA sem ennþá er gerður út frá Patreksfirði.

núna árið 2022, og sérstaklega núna í desember þá er ansi mikið breytt því aðeins einn bátur er gerður út á línu með bala.
þetta er nokkuð merkilegt miðað við þá sögu sem Patreksfjörður  hefur sem útgerðarbær með línubáta með landbeittri línu.

Búi Bjarnason á Patreksfirði hefur síðan árið 2007 gert út smábátinn Sindra BA.  

Sindri BA er um 6 tonna bátur og er  því á listanum bátar að 8 Bt, og er einn af fáum bátum á þeim lista sem rær allt árið.
Smávegis kvóti er á bátnum í kringum 20 tonnin
og núna í desember hefur Sindri BA farið í 3 róðra og landað tæpum 6 tonnum.

Búi gerir út Búa BA á færi, strandveiðar, grásleppu og síðan línu.  

Búi beitir sjálfur alla balanna, 

Inná facebook síðu Patreksfjarðarhafnar þar er yfirlit yfir afla og landanir árið 2022.  þar kom fram að landanir voru 1999

en Búi vildi redda því og fór í einn róður og þar með voru landanir árið 2022, komnar í 2000.

Reyndar eru líka á Patreksfirði Birta BA og Fönix BA sem hafa róið á línu með bölum, enn þeir hafa ekkert róið núna á þessu ári 
á línu.





Sindri BA mynd Eiríkur Björnsson


Bui Bjarnarson Mynd Viðar Örn Ástvaldsson