Sindri VE kominn af stað,,2017
Miklar breytingar eru í gangi núna á íslenska togaraflotanum. og liður í þeim breytingum er að Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal er að láta smíða fyrir sig nýja Pál Pálsson ÍS . Gamli Páll Pálsson ÍS hefur verið seldur til Vestmannaeyja og hefur hafið veiðar þar undir nafninu Sindri VE
Sindri VE er mjög þekkt nafn í Vestmannaeyjum. þar hafa bátar verið með því nafni og líka togarar. enn Sindra nafnið hefur reyndar ekki verið notað í nokkur ár í Vestmanaeyjum,
Sindri VE mun verða notaður þangað til að Breki VE mun koma til landsins,
Fyrsta löndun Sindra VE í Vestmanneyjum var reyndar ekki stór eða aðeins tæp 6 tonn.
Sindri VE áður Páll Pálsson ÍS mynd Ragnar Aðalsteinn Pálsson