Sjómenn og útgerðarmenn í Færeyjum, mikil reiði í fólki
Ég er staddur núna í Þórshöfn í Færeyjum og það vakti athygli mína hversu mörg uppsjávarskip færeyinga voru hérna í Þórshöfn, hérna eru öll þekktu stóru skipin þeirra. t.d Trándur í Götu, Finnur fríði, Júpiter og fleiri,
þegar leið á morguninn þá var ljóst að eitthvað var í gangi. og jú samankomin voru flest öll stóru fiskiskip færeyinga sem og allir togararnir sem voru í eyjunum í kring,
verið var að boða til mótmæla vegna ákvörðunnar landstjórnarinnar í Færeyjum að gera róttækar og miklar breytingar á færeyska fiskveiðistjórnunarkerfinu,
Ég ræddi við marga sjómenn sem og Eyvind Jackopsen sem er með fréttasíðuna R7 Kringvarp. hægt er að skoða heimasíðuna þeirra hérna
Sjómenn hræddir um störf sín
í raun þá vita fáir um hvað þetta snýst í raun og veru, nema hvað að þær hugmyndir sem verið er að skoða með nýju lögunum er t.d
hámarksstærð skipanna, hámarksstærð fyrirtækjanna.
og um 20 % af kvótanum verður seldur á uppboði og verður það þannig að erlendir aðilar geta skráð skip sín í færeyjum og fengið úthlutun í þessum 20 % af kvótanum,
leigan sjálf mun renna til færeyja.
Samkvæmt þeim mönnum sem ég talaði við þá ef lögin verða samþykkt þá munu þau þýða það að störf sjomanna í færeyjum munu verða í hættu vegna þess að kerfið verður opnara útaf þessu uppboði á aflaheimildum sem verið er að nefna.
Allir sjómenn og eigendur skipanna sem og allir Bankar í færeyjum eru á móti þessum breytingum.
mikill hiti er núna í mönnum og til marks um það þá er núna í þórshöfn um 25 fiskveiðiskip og þeyttu þau öll lúðra sína í um 10 mínuntur í morgun til þess að undirstrika samstöðu sína,
mörg uppsjávarskipanna eru með kolmunafarma í sér og hættu þau öll veiðum til þess að standa saman í þessu
Myndir Gísli Reynisson Þórhöfn Færeyjar 29.5.2017