Sjóstangaveiðin árið 2022 yfir 350 tonna afli.
Í gær þá kom hérna á Aflafrettir listi yfir handfærabátanna árið 2022,
Ef þú hefur ekki séð hann, þá er hægt að skoða hann HÉRNA.....
Inná þeim lista eru um 800 bátar og 32 bátar af þeim lista eru nokkuð sérstakir.
því það eru sjóstangaveiðibátarnir sem eru á Vestfjörðum.
frá sirka enda apríl og enda september þá koma ansi mikið af ferðamönnum. mestmegnis
frá Þýskalandi, Sviss, Austurríki og fleiri löndum og ferðamennirnir fara til Vestfjarða
annaðhvort, Súðavík, Bolungarvík .ÍSafjörð, Suðureyri eða þá Flateyri og fara þar á sjóstangaveiði á bátum.
2 fyrirtæki voru með báta í þessum veiðiskap og er þetta nokkuð stór atvinnuvegur yfir sumartímann.
og í raun þá teygir vinna í kringum þetta ansi víða.
Atvinnukeðjan ansi löng
t.d þegar hópurinn lendir á Keflavíkurflugvelli, þá bíður það yfirleitt rúta og flutningabíll. flutningabíllinn eða sendibíll ekur með allan farangur
og allan veiðibúnað ferðamannanna beint til Vestfjarða. Rútan ekur fólkinu í Reykjavík, stundum beint í innanlandsflug til Ísafjarðar
eða þá hótel og þaðan í flug. í sumum tilfellum þá aka rúturnar alla leið vestur með fólkið. og er getur það þá verið þannig að
rútan ekur alla leið til Ísafjarðar, eða þá að rúta frá ÍSafirði kemur á móti hópnum að sunnan og hittir þá rútuna iðulega á Króksfjarðarnesi.
fyrir sunnan þá sér Teitur um að keyra Iceland Pro Fishing, enn Snæland Grímsson sér um að keyra ICeland Sea Angling.
Fyrir vestan þá er fiskurinn unninn, og hver og einn ferðmaður má taka með sér 20kg af frosnum flökum, og eru ansi miklar töskur sem hver og einn
tekur því með sér suður aftur. og þess vegna er notaður sér flutningabíll því þetta er það þungt að það kemst ekki fyrir í lestarrými hjá Icelandair frá ÍSafirði.
Auk þess þá njóta mörg fyrirtæki þess að fá þennan ferðamann vestur, t.d veitingastaðir, gististaðir, rútufyrirtæki á Vestfjörðum og þær fiskvinnslur sem vinna fiskinn
t.d þá vinnur ÍSlandsaga á Suðureyri fiskinn frá Iceland Pro fishing
2. fyrirtæki
Fyrirtækið Iceland Sea Fishing var með báta á Suðureyri og Flateyri og þeir allir heita Bobby, og er með númer síðan frá 1 til 22.
Það fyrirtæki var með 15 báta og aflahæsti báturinn hjá þeim var Bobby 2 ÍS 362 með 15,5 tonna afla í 62 róðrum,
Samtals voru bátar á vegum Iceland Pro Fishing með samtals 135,5 tonna afla.
Hitt fyrirtækið sem er eldra heitir Iceland Sea Angling
og það fyrirtækið var með 17 báta og samtals veiddu þessir bátar alls 223,2 tonn.
Aflahæsti báturinn þeirra var Bliki ÍS 414 með 25,1 tonn í 70 róðrum,
Allir bátarnir hjá Iceland Sea Angling heita allir eftir fuglum. t.d Álka ÍS, Kría ÍS, Dílaskarfur ÍS, Himbrimi ÍS, Þórshani BA og fleiri fluglanöfn
Veiðiheimildir og mesti afli í róðri.
Veiðiheimildar á þessa báta eru iðulega þannig að þeir fá sérstaka veiðiúthlutun og það sem uppá vantar er leigt á almennum markaði.
Það er verulega mismunandi hvernig ferðamönnum gengur að veiða enn í flestum tilfellum þá gengur þeim vel og það eru oft sem ansi stórar landanir koma
til að mynda. Bliki ÍS , mest 525 kg í einni ferð, Bobby 2 ÍS mest 533 kíló. Álft ÍS mest 525 kíló., Þórishani BA mest 652 kíló. Lómur ÍS mest 592 kíló, Teista ÍS mest 648 kíló.
Samtals lönduðu bátarnir alls 358,7 tonnum í 1808 róðrum , enn bátarnir fóru sumir hverjir í yfir 80 róðra
Bliki ÍS mynd Arnbjörn Eiríksson