Skjongholm áður Gunnjón GK 2015

Lítum aðeins til Noregs og skoðum þar einn bát sem á sér sögu til íslands.  í Noregi er gerður út bátur sem heitir Skjongholm SF-7-F. gerður út af samnefndu fyrirtæki.  


Skjongholm Mynd Magnar Lyngstad.

Þessi bátur byrjaði reyndar sögu sína í Noregi vegna þess að skrokkurinn af bátnum var smíðaður hjá Solstrand Slip & Batbyggeri í Noregi, enn var svo dregin til Njarðvíkur þar sem að restin af bátnum var kláruð.

Fékk báturinn nafnið Gunnjón GK 506 og var í eigu Gaukstaða hf í Garðinuim.  Báturinn var afhentur í lok maí árið 1982.  GK 506 var áður lengi vel á báti sem var gerður út í Garðinum og hét sá bátur Jón Finnson GK 506, þarna var Jón Finnson orðin RE 506.  

Um borð í Gunnjóni GK var meðal annars beitningavél sem gat tekið 29 þúsund króka, enn þá var ekki algengt að nýsmíðaðir bátar voru með beitningavél um borð.
Annað sem var nokkuð merkilegt við Gunnjón GK og var ekki mikið þekkt á þeim tíma var að lestin í bátnum var hönnuð fyrir að nota fiskikör.  Voru þá notuð 750 lítra kör og var hægt að koma 85 svoleiðis kerjum í tveimur hæðum í lestina auk þess voru hefðbundnar stíur í síðunum,

Gunnjón GK var meðal annars á síld um haustið og gekk ansi vel.  fékk t.d 380 tonn í 3 löndunum sem landað var í Grindavík í nóvember 1982.  

Gunnjón GK var ekki búinn að vera í útgerð nema í eitt ár þegar að eldur kom upp í bátnum þegar hann var á rækjuveiðum á Kögugrunni.
Bjarni Ólafsson AK 70 var fyrstur til þess að koma að Gunnjóni GK og fóru nokkrir skipverjar af Gunnjóni GK yfir í Bjarna Ólafsson AK.
.  
Var mikill eldur í Gunnjóni GK og var báturinn dreginn til Njarðvíkur og var þó ennþá eldur í bátnum.  Varðskipið Þór og áhöfnin á Bjarna Ólafssyni AK börðust við eldinn í einn sólarhring. Var báturinn endurbyggður í Njarðvík eftir brunann.


Mynd tekin frá varðskipinu Þór.

Þrír ungir menn fórust í brunanum
Haukur Ólafsson fyrsti vélstjóri sem var 25 ára. Reykjavík
Eiríkur Ingimundarson háseti 20 ára, Njarðvík.
Ragnar Júlíus Hallmannsson 18 ára háseti Keflavík.

Þess má geta að Björgunarsveitin Ægir í Garðinum tók á móti nýjum harðbotna björgunarbáti árið 2010 sem fékk nafnið Gunnjón eftir fyrsta fiskiskipi sem gert var út frá Gaukastöðum í Garðinum og hét sá bátur Gunnjón GK.

Báturinn hét nokkrum nöfnun á Íslandi áður enn hann fór til Noregs meðal annars Ljósfari HF, Stefán Þór RE og Jónína Jónsdóttir SF.

Í Noregi þá heitir báturinn núna Skjongholm SF-7-F og báturinn með ágæta kvótastöðu.  
111 tonn af ýsu
75 tonn af ufsa
563 tonn af þorski, og er þetta allt norðan við 62 breiddargráðuna.
540 tonn af þorski í Norðursjó.

það sem af er þessu ári þá hefur báturinn landað 1325 tonnum og af því er 916 tonn af þorski.