sknr 245, aftur í útgerð eftir 13 ára landlegu. ,2018

Báturinn sem er með skipaskrárnúmerið 245 hefur legið í Njarðvíkurhöfn núna í að vera 13 ár er nú að ganga í endurnýjun lífdaga því búið er verið að vinna í bátnum undanfarna mánuði go núna er búið að mála bátinn sem var orðin ansi hrörlegur að sjá


Lengst af þá var þessi bátur með nafni Þórsnes SH og var þá gerður út frá Stykkishólmi, á hörpuskel.  net , rækju og trolli

Þessi bátur er undir nafninu Fjóla KE og er í eigu skipasmíðarstöðvar Njarðvíkur.   síðast þegar báturinn var gerður út þá hét hann Steinunn Finnbogadóttir RE og stundaði netaveiðar,  var þá skráður í eigu Skip ehf

það félag var dæmt gjaldþrota 12. maí árið 2006 og var skiptum lokið í febrúar 2012 og félagið afskráð sama mánuð árið 2012.


Steinunn Finnbogadóttir RE stundaði síðast veiðar í október árið 2005 og landaði þá rétt um 10 tonnum í um 10 róðrum í september og hluta af október það ár,

Núna stendur til að gera út bátinn á nýjan leik og hefur þess vegna verið að vinna í bátnum og gera hann kláran þannig að hann geti hafið veiðar aftur.  



Fjóla KE sá dökkblái.  Mynd Gísli Reynisson


Fjóla KE mynd Vigfús Markússon