Skúli ST með fullfermi,,2019
Janúar mánuður svo til að verða búinn því í dag er síðsti dagurinn á þessum mánuði,
Línuveiði bátanna hefur verið ansi góð og einn af þeim bátum sem hafa fiskað mjög vel núna í janúar er bátur
sem við höfum oft séð á lista bátar að 15 BT, enn sjaldan hefur þessum báti gengið jafn vel og núna,
Drangsnes
Á Drangsnesi eru ekki margir bátar gerðir út en þar er þó Skúli ST sem að þeir bræður Ingólfur og Baldur ásamt Haraldi föður þeirra róa á,
Núna í janúar þá hefur Skúli ST landað um 82 tonnum í aðeins 9 róðrum og gerir það um 9,1 tonn í róðri,
Hár meðalafli Skúla ST
Meðalafli SKúla ST er mjög hár og aðeins tveir bátar eru með hærri meðalafla í janúar , Tryggvi Eðvarðs SH og Sunnutindur SU er er með mestan meðalafla,
Skúli ST rær á bala og hefur verið með um 48 bala í róðri og er beitt makríl sem þeir veiddu sjálfir í september 2018.
EIns og Ingólfur Árni Haraldasson segir í samtali við Aflafrettir " Frystur í frystihúsinu Drang, Vel kældur, fyrsta flokks beita"
Já það má segja það að þessi beita sé góð því að nýjasti túrinn hjá þeim var ansi góður,
13 tonnin
SKúli ST kom í land með um 13 tonn sem fengust á 48 bala eða 271 kíló á bala.
Ingólfur sagði að þeir hefði verið norður af Óðinsboða sem er um 35 milur frá Drangsnesi.
þessi 13 tonna afli þá var um 9 tonn í lestinni í sérsmíðuðum körum, eitt tonn í blóðkarinu , um 900 kíló í plastkörum á dekkinu og tveir pokar á lúgunni, í restina var smá bætt laust ofan á í lestinni,

Skúli ST með um 13 tonn. Mynd frá Ingólfi,