Smá bryggjurölt í Sandgerði 6.des

Var á smá bryggjutrölti með ansi öfluga myndavél sem pabbi minn á, enn mín myndavél skemmdist og var dæmt ónýt

eftir smá óhapp.  

Ansi mikið var um að vera í Sandgerði í dag 6.des og veiði bátanna var svona heilt yfir þokkaleg.  reyndar var leiðinda veður á miðunum útaf sandgerði og nokkuð þungur sjór.

þrátt fyrir það þá voru ansi margir bátar úti.

Jón Ásbjörnsson RE
Steinunn HF
Sævík GK
Geirfugl GK
Beta GK
Guðrún GK 47
Daðey GK
Óli á Stað GK,

svo dæmi séu tekinn, auk netabátanna, Sunna Líf GK,  Halldór Afi GK, Maron GK og Guðrún GK,

já tveir bátar í Sandgerði heita Guðrún GK,

Margrét GK kom  inn landaði og fór beint út aftur

Af afla  þá var Steinunn HF með um 7 tonn, Svipað hjá Sævík GK.

Jón Ásbjörnsson RE með um 4,5 tonn,  Geirfugl GK um 4 tonn.

Annars er þetta bara svona pínu frétt eða hvað sem við skulum kalla þetta til að henda út myndum sem ég var að prufa 
að taka með þessari ansi öflugu myndavél














Myndir Gísli Reynisson