Smá bryggjurúntur í Sandgerði ,2018

Fékk mér smá bíltúr í Sandgerðishöfn og myndaði smá, enda háflóð og fallegt sólarlagið,


nú landa engnir bátar við Suðurgarðinn sem var á sínum tíma aðallöndunarhöfnin fyrir togaranna.  þar komu t.d 
Framtíðin KE
Haukur GK
Erlingur GK
Haförn GK
Sveinn Jónsson GK
Sjávarborg GK
Ólafur Jónsson GK

og að ógleymdum loðnuskipunum sem voru ansi morg

núna er nefnilega verið að setja nýtt bryggjuþil og steypa upp nýtt plan á bryggjuna, því að gamla var farið að síga enda orðið hátt í 40 ára gamalt.

Þetta er nokkuð stórt verk og ætti að klárast fyrir næstu vetrarvertíð,

myndaði nokkra báta.  t.d Sifurberg GK sem hefur nú ekki róið mikið frá Sandgerði í sumar, fór ekki nema í 5 róðra,

Gréta GK nýi báturinn hans Karl Ólafssonar fyrrum skipstjóra á Erni KE

og Guðrún GK sem liggur utan á gömlu Guðrúnu KE.  Guðrún GK átti ansi gott sumar á handfærunum og var þá að landa á Suðureyri en hafði þar á undan verið að landa í Sandgerði,













Myndir Gísli Reynisson