Smábátasafnið á Ytri-Húsabakka í Skagafirðinum


Ég átti þess kost á dögunum þegar ég var staddur á Sauðárkróki að heimsækja Smábátasafnið sem Þorgrímur Ómar Tavsen er með þar sem hann býr í Skagafirðinum.

Þorgrímur hefur stundað sjómennsku í ansi mörg ár, og t.d var í um 8 ár að róa fyrir Hólmgrím meðal annars á Grímsnes GK.

í dag þá gerir hann út þrjá báta á Sauðárkróki.

Það var ansi áhugavert að koma þangað og sjá bátanna sem og svæðið sem hann er að búa til.

núna á safninu eru um 15 bátar úti, og tveir minni eru inní húsinu.

Maður fann það strax að Þorgrímur var með ástríðu fyrir þessu og vill halda í söguna um þessa bátalist sem það var að búa til eikarbáta, eða hvers konar báta

sem voru smíðaðir úr viði.  

þarna kennir ýmissa grasa. t.d er Sigursæll KÓ þarna ( 6186), Sigurjón Jónasson EA (5767), Liljan BA 46., Höfrungur SK 22 og fleiri bátar.

Þorgrímur hefur sett skilti við hvern bát og hægt að lesa til um sögu viðkomandi báts og er þetta mjög vel gert hjá honum.  

hann reyndar á nokkuð verk eftir, enn áhuginn er til staðar og hann vill gera þetta vel, því þetta er jú hlutur í íslensku sjávarútvegsögu sem er svo til horfin.

það er að segja, eikarbátur, viðhald og smíði þeirra.


Stærsti báturinn sem á eftir að koma þangað er Skotta SK sem er um 11 tonna bátalónsbátur, og var smíðaður árið 1975.

er síðasti súðbyrðingurinn úr furu og eik.  sknt 1428.  Sá bátur var í slippnum í Njarðvík og var ekið norður, og er geymdur á Sauðárkróki

þangað til hann verður fluttur á safnið.   En það er frekar mikil kúnst að fara á safnið því aka þarf yfir brú yfir ánna Húseyjarkvísl.

enn hvar er þetta safn?.

Mér gekk ansi illa að finna það, enn safnið er á stað sem heitir Ytri-Húsabakki og er þessi staður svo til beint neðan við Glaumbæ í Skagarfirði og er alveg uppvið Hérðarvötn.

aðeins ein leið er að þessum stað og leiðin er vægast sagt ansi áhugaverð. og staðsetning safnsins er virkilega flott þegar á staðinn er komið.  útsýni í allar áttir og ansi friðsælt þarna

ég var með myndavél í rútunni þegar ég fór þangað 

og þið getið horft á leiðina að safninu hans Þorgríms með því að SMELLA HÉRNA

Enn leiðin byrjar við Glaumbæ og fer síðan áfram að Ytri-Húsabakka.

Þetta er mjög áhugavert og hvet ég ykkur til þess að gera ykkur ferð þegar þið eruð í Skagafirðinum og heimsækja Þorgrím og líta á þetta hjá honum. 

og jafnvel leggja honum hjálparhönd við þetta merkilega safn. 

á safninu er bara eikarbátar.  Enn það er einn plastbátur þarna, og set það í ykkar hendur að finna út hvar sá bátur er








Myndir Gísli Reynisson