Smábáturinn Alda SI 85, góður mánuður,,1982

Í þessum pistlum hérna á Aflafrettir um gamlar aflatölur þá hef ég iðulega fjallað um báta sem eru frekar stórir.  hef ekki fjallað mikið um smábátanna,


Hérna er einn smábátur sem gerði út frá siglufirði í um 20 ár.

Aldan SI 85 var smíðaður á Akrueyri árið 1962.  var 12,8 metrar á lend.  3,6 á breidd og var um 15 tonn að stærð.

Þessi bátur réri iðulega svo til allt árið og árið, og var útgerðarmynstur bátsins þannig að yfir veturinn þá réri báturinn á netum, fór svo á línu um sumarið og réri á línu til áramótanna,

Árið 1982 þá fór t.d báturinn í 133 róðra og landaði alls um 104 tonnum af fiski,

einn mánuður stóð þó uppúr varðandi afla og var það mars mánuður, enn þá var Alda SI á netum og lagði upp hjá  O.Hennson sf á Siglufirði.

Vika 1 frá 1 til 6 mars,
Þessi vika byrjaði feikilega vel því að í fyrsta róðri þá landaði báturinn 7,3 tonnum af þorski sem er fullfermi hjá bátnum.  
Vikan sjálf gerði alls 15,3 tonn í 4 rórðum 

Vika 2 frá 7 til 13 mars.
Nokkuð fín vika.  aflinn alls 13,6 tonn í 5 róðrum og var stærsti róðurinn 3,3 tonn.

Vika 3 frá 14 til 20 mars.
Aldan SI landaði einungis tvisvar þessa vikuna alls 5,2 tonni.

Vika 4 frá 21 til 27 mars.
Heldur var farið að draga úr veiðinni hérna og var aflinn 5,5 tonn í 3 róðrum 

Ein löndun kom svo til viðbótar og var það 28 mars, uppá 1,8 tonn.

Þessi mánuður var langstærsti mánuðurinn hjá Öldu SI þetta árið og var aflinn alls um 42 tonn í 15 róðrum, eða 2,8 tonn í róðri.  


Aldan SI 85 mynd Haukur Sigtryggur Valdimarsson